Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 13:15 Teikning af Jack Teixeira í umdæmisdómi Boston í síðustu viku. Hann er sakaður um að hafa misfarið með leyniskjöl. AP/Margaret Small Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48