Íslenski boltinn

Ekkert óvænt í síðustu tveimur leikjunum í Mjólkurbikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Áfram í bikar.
Áfram í bikar. Vísir/Hulda Margrét

HK og Grótta voru síðustu liðin til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í fótbolta.

HK-ingar unnu stórsigur á KFG (Knattspyrnufélag Garðabæjar) þegar liðin mættust í Kórnum í kvöld en HK leikur í efstu deild á meðan Garðbæingarnir eru í C-deild.

Atli Þór Jónasson (2), Hassan Jalloh (2) og Ívar Orri Gissurarson sáu um markaskorun HK í kvöld.

Á Seltjarnarnesi áttust við B-deildarlið Gróttu og E-deildarlið KH (Knattspyrnufélag Hlíðarenda) og úr varð hörkuleikur þar sem Grótta hafði þó betur að lokum með fjórum mörkum gegn þremur.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Patrik Orri Pétursson, Tómas Johannessen og Sigurður Steinar Björnsson gerðu mörk Gróttu en Luis Quintero (2) og Danny Tobar Valencia eitt fyrir KH.

Þessi lið verða í pottinum í 16-liða úrslitum

Stjarnan

Leiknir R.

Breiðablik

KA

KR

Þróttur R.

Valur

Keflavík

Njarðvík

FH

Grindavík

Víkingur R.

Þór

Fylkir

HK

Grótta


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×