Sýndum styrk í því hvernig við komum hér í dag og spiluðum Kári Mímisson skrifar 17. apríl 2023 23:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin með bikarinn að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét „Ég er mjög stolt af liðinu í dag. Nokkrir í hópnum eru að koma til baka úr meiðslum og við sýndum styrk í því hvernig við komum hér í dag og spiluðum í mínum huga mjög góðan leik,“ sagði sigursæl Erin Mcleod eftir að hafa tryggt Stjörnunni sigur í Meistarakeppni KSÍ nú í kvöld. Leikurinn endaði 0-0 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni þar sem Erin varði síðustu spyrnu leiksins frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur. En hvernig metur Erin stöðuna á liðinu nú þegar aðeins átta dagar eru í að Besta deild kvenna hefjist? „Við erum enn í undirbúningstímabils gírnum þannig við erum að gera mistök og læra. Á sama tíma erum við að vaxa sem er spennandi og að sigra er það auðvitað líka. Við þurfum enn að vaxa meira sem lið og vera stabílli. Það eru enn nokkrir hlutir sem við þurfum að vinna að fyrir sumarið eins og að spila úr vörninni og geta aðlagast taktískt betur.“ Erin flýgur um háloftin.Vísir/Hulda Margrét „Það kemur með tímanum þegar við verðum búnar að spila okkur meira saman. Ég held að við séum nú þegar byrjaðar að spila mjög vel saman og er því mjög spennt að sjá hvernig okkur tekst að bæta þessa hluti.“ Það eru mörg mjög góð lið í deildinni sem ég ber virðingu fyrir en ef við getum einbeitt okkur að því að vaxa sem lið þá held ég að okkur eigi eftir að ganga vel í sumar.“ Það var mikið rætt um jafnrétti fyrir leikinn í kvöld. Leikmenn léku með fjólublá armbönd í dag til að sýna samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu. „Ég er aktívisti í þessum málum. Sem Kanadabúi þá hefur þetta verið smá niðurdrepandi. Ég fékk mínar fyrstu sekúndur í íslensku sjónvarpi þegar ég lék í auglýsingunni fyrir Bestu deildina og þegar ég sé hana svo þá er nánast öll athyglin á strákunum. Það sama má segja um Fantasy-deildina.“ „Ég trúi því staðfastlega að þegar fólk vill fara í þetta rifrildi að íþróttir kvenna hafi ekki eins mikið aðdráttarafl í peninga eða áhorf að það sé vegna þess að tækifærin hafa ekki verið jöfn. Ef við horfum á það sem er að gerast úti í heimi þá sjáum við að vellirnir eru að fyllast og sjónvarpsáhorfið er að aukast. Ég held að það sé mikilvægt fyrir land eins og Ísland, sem ég tel að trúi á jafnrétti, að það sé sýnt í verki.“ Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikurinn endaði 0-0 og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni þar sem Erin varði síðustu spyrnu leiksins frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur. En hvernig metur Erin stöðuna á liðinu nú þegar aðeins átta dagar eru í að Besta deild kvenna hefjist? „Við erum enn í undirbúningstímabils gírnum þannig við erum að gera mistök og læra. Á sama tíma erum við að vaxa sem er spennandi og að sigra er það auðvitað líka. Við þurfum enn að vaxa meira sem lið og vera stabílli. Það eru enn nokkrir hlutir sem við þurfum að vinna að fyrir sumarið eins og að spila úr vörninni og geta aðlagast taktískt betur.“ Erin flýgur um háloftin.Vísir/Hulda Margrét „Það kemur með tímanum þegar við verðum búnar að spila okkur meira saman. Ég held að við séum nú þegar byrjaðar að spila mjög vel saman og er því mjög spennt að sjá hvernig okkur tekst að bæta þessa hluti.“ Það eru mörg mjög góð lið í deildinni sem ég ber virðingu fyrir en ef við getum einbeitt okkur að því að vaxa sem lið þá held ég að okkur eigi eftir að ganga vel í sumar.“ Það var mikið rætt um jafnrétti fyrir leikinn í kvöld. Leikmenn léku með fjólublá armbönd í dag til að sýna samstöðu í jafnréttisbaráttu kvenna í knattspyrnu. „Ég er aktívisti í þessum málum. Sem Kanadabúi þá hefur þetta verið smá niðurdrepandi. Ég fékk mínar fyrstu sekúndur í íslensku sjónvarpi þegar ég lék í auglýsingunni fyrir Bestu deildina og þegar ég sé hana svo þá er nánast öll athyglin á strákunum. Það sama má segja um Fantasy-deildina.“ „Ég trúi því staðfastlega að þegar fólk vill fara í þetta rifrildi að íþróttir kvenna hafi ekki eins mikið aðdráttarafl í peninga eða áhorf að það sé vegna þess að tækifærin hafa ekki verið jöfn. Ef við horfum á það sem er að gerast úti í heimi þá sjáum við að vellirnir eru að fyllast og sjónvarpsáhorfið er að aukast. Ég held að það sé mikilvægt fyrir land eins og Ísland, sem ég tel að trúi á jafnrétti, að það sé sýnt í verki.“
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Valur – Stjarnan 0-0 | Garðbæingar sigruðu Meistarakeppni KSÍ eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan hafði betur gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ á Hlíðarenda í kvöld. Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Stjarnan betur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. apríl 2023 21:35