Ekki enn tapað þegar Casemiro, Fernandes og Eriksen byrja allir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 12:00 Á mynd vantar Casemiro. Lewis Storey/Getty Images Manchester United hefur ekki enn tapað leik þegar Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen spila saman. Alls hefur þríeykið spilað 17 leiki saman á leiktíðinni, 15 hafa unnist og tveir endað með jafntefli. Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Allir þrír byrjuðu leikinn þó svo að Eriksen hafi upphaflega verið á bekknum. Marcel Sabitzer meiddist hins vegar í upphitun og þá kom Eriksen inn í liðið. Erik Ten Hag, þjálfari Man United, sagði eftir leik að það væri ekki ókostur að þurfa setja Eriksen inn í byrjunarliðið og hann virðist hafa nokkuð til síns máls. Man United var án fjölda leikmanna gegn Forest. Má þar helst nefna Raphaël Varane, Lisandro Martínez, Luke Shaw og Marcus Rashford. Það kom ekki að sök að þessu sinni en sigur Man Utd var síst of stór. Lykillinn að sigri liðsins var þríeykið á miðjunni en þetta var í fyrsta sinn sem Casemiro, Fernandes og Eriksen spila saman síðan 28. janúar þegar sá síðastnefndi meiddist eftir skelfilega tæklingu Andy Carroll. Að fá Eriksen til baka gefur Man United mikið og sú staðreynd að liðið virðist nær ósigrandi með hann, Fernandes og Casemiro saman í byrjunarliðinu gefur góð fyrirheit. Liðið þarf þó að finna leið til að vinna án Fernandes á fimmtudaginn kemur þar sem hann verður í leikbanni gegn Sevilla. #MUFC have never lost when Bruno Fernandes, Casemiro + Christian Eriksen form midfield three. Indeed it s 15 wins + two draws.Their ability to retain the ball + play first-time passes over shoulder from deep is key. Season high possession v Forest: 68% https://t.co/8fUvpp8ZkT— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 17, 2023 Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli þar sem Man United henti frá sér tveggja marka forystu. Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist í vikunni en liðið á svo bikarleik gegn Brighton & Hove Albion um næstu helgi. Það gæti því margt breyst á aðeins þremur dögum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira