„Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 07:00 Lærisveinar Ten Hag spiluðu vel um helgina. EPA-EFE/Peter Powell Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var spurður út í meiðslakrísu liðsins en Rauðu djöflarnir voru án sjö leikmanna í Skírisskógi. Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira
Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Sjá meira