Erlent

Norður-Kórea gerir prófanir á lang­drægum flug­skeytum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kim Jong-Un messar yfir sínum mönnum.
Kim Jong-Un messar yfir sínum mönnum. KCNA

Yfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í dag að herinn þar í landi hafi gert prófanir á nýju langdrægu flugskeyti. Norður-kóreski ríkismiðillinn KCNA segir flugskeytið „kröftugasta“ vopnið í vaxandi kjarnorkuvopnabúri landsins sem verði beitt gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra í Asíu.

Tilkynning KCNA kemur degi eftir að nágrannarnir í Suður-Kóreu urðu varir við eldflaugaskot nálægt Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. 

Frá byrjun árs 2022 hefur norður-kóreski herinn framkvæmt prófanir á meira en 100 flugskeytum sem hefur verið skotið á haf út.

Óvinir munu „finna til gífurlegs uggs og ótta“

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, mun hafa verið viðstaddur prófunina samkvæmt KCNA. Hann sagði flugskeytið, sem hefur fengið nafnið Hwasong-18, munu efla hæfni hersins til gagnsókna frammi fyrir vaxandi utanaðkomandi ógn.

Kim hét því að hann myndi stækka við kjarnorkuvopnabúr sitt svo óvinir hans myndu „finna til gífurlegs uggs og ótta frammi fyrir óyfirstíganlegri ógn og steypa sér í eftirsjá og örvæntingu yfir ákvörðunum sínum.“

Norður-kóresk yfirvöld hafa réttlætt vopnaprófanir sínar sem viðbrögð við auknum hernaðarumsvifum bæði Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem þau hafa lýst sem innrásaræfingum.

Íbúar Seoul í Suður-Kóreu fylgjast með Kim Jong-Un á skjánumAP/Lee Jin-man

Tengdar fréttir

Loftvarnaflautur þeyttar á Hokkaido

Enn eitt eldflaugaskotið frá Norður-Kóreu varð til þess að íbúum á japönsku eyjunni Hokkaido var gert að yfirgefa heimili sín í nótt.

Æfðu kjarn­orku­á­rás á Suður-Kóreu

Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði umsjón með æfingum hersins fyrir kjarnorkugagnárás á Suður-Kóreu um helgina. Yfirlýst markmið æfinganna var að slá ótta í brjóst fjandríkja landsins.

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×