Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 10:01 Davíð Þór Viðarsson segir FH-inga gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Leikur helgarinnar fer fram á frjálsíþróttavellinum sem er hægra megin í mynd. Þar fyrir aftan má sjá Kaplakrikavöll. Vísir/Samsett FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. „Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira