Stjarnan vildi ekki skipta við FH: „Fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 10:01 Davíð Þór Viðarsson segir FH-inga gera sitt besta við erfiðar aðstæður. Leikur helgarinnar fer fram á frjálsíþróttavellinum sem er hægra megin í mynd. Þar fyrir aftan má sjá Kaplakrikavöll. Vísir/Samsett FH og Stjarnan mætast líkast til á frjálsíþróttavelli FH í 2. umferð Bestu deildar karla á laugardag. Kaplakrikavöllur er ekki leikfær og vilja FH-ingar heldur reita upp slæmt gras á frjálsíþróttavellinum en fótboltavellinum. Gervigras Stjörnumanna virðist ekki hafa verið laust undir leik laugardagsins. „Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport) Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
„Kaplakriki verður að öllum líkindum ekki leikfær. Við erum með frjálsíþróttavöllinn sem varavöll og mér finnst líklegast að við gerum hann leikfæran og sjáum til þess að hann uppfylli öll skilyrði sem að varavellir þurfa að uppfylla,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, í samtali við Vísi. Á meðal krafna sem þarf að uppfylla er að sæti séu í stúkunni, blaðamannaaðstaða sé til staðar sem og klósettaðstaða ásamt fleiru. Mikil vinna er því fram undan og segir Davíð að vikan fari í að gera allt slíkt klárt. Grasið er litlu skárra á þeim velli en Davíð segir hugsunina vera að hlífa Kaplakrikavelli á meðan grasið er eins slæmt og viðkvæmt og það er sem stendur. „Það er aðallega til að hlífa hinum vellinum. Hann þarf líklega 7-14 daga í viðbót. Við erum alveg handvissir um að leikurinn í fjórðu umferð gegn KR 28. Apríl að völlurinn verði kominn í mjög gott stand þá,“ Vildu ekki skipta Andstæðingur laugardagsins, Stjarnan, spilar á gervigrasvelli en Davíð Þór segir að Garðbæingar hafi ekki viljað skipta á heimaleikjum við FH-inga. „Við höfðum samband við Stjörnuna í síðustu viku og spurðum hvort þeir hefðu áhuga á víxla heimaleikjum en það var ekki áhugi á því. Ég held að það hafi ekkert breyst þannig að ég held að það sé langlíklegasta niðurstaðan. En þessi leikur fer ekkert fram á iðagrænum grasvelli ef ég á að vera hreinskilinn með það,“ segir Davíð Þór. Gera það besta úr stöðunni Það sé synd að spila þurfi leik á Íslandsmóti á þessum velli en aðstæður bjóði vart upp á annað. FH-ingar hyggist því gera það besta úr erfiðri stöðu. „Það er bara eins og það er, þetta var erfiður vetur og ekki alveg eins mikill vöxtur í grasinu og við hefðum viljað,“ „Það er hundleiðinlegt að geta ekki spilað á almennilegum velli en þetta er okkar heimaleikur og við ætlum að gera allt sem við getum til að spila hann þar,“ segir Davíð Þór. Það er ekki greypt í stein að leikurinn verði á frjálsíþróttavellinum en það sé líklegast eins og sakir standa. „Undanfarin ár hefur aðalvöllurinn verið spilfær á þessum tíma. En þetta er bara staðan og við þurfum að finna lausnir á því. Þessi leikur þarf að fara fram og þetta er líklegasta niðurstaðan. Það á þó eftir að taka lokaákvörðun um þetta,“ segir Davíð Þór. ÍBV átti að spila leik á grasvelli sínum í Eyjum við KA á laugardaginn en þau víxluðu sínum leikjum og fer leikur helgarinnar því fram á Akureyri. Keflavík mun þá mæta KR á gervigrasvelli félagsins á laugardag. Að neðan má sjá hvernig umferðin lítur út. 2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
2. umferð Bestu deildarinnar Laugardagur 15. apríl 14:00 Keflavík - KR (Stöð 2 Besta deildin) 16:00 KA - ÍBV (Stöð 2 Besta deildin) 17:00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport 5) Sunnudagur 16. apríl 17:00 Víkingur - Fylkir (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 HK - Fram (Stöð 2 Besta deildin) 19:15 Valur - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira