Íslenski boltinn

„Menn eru mjög bjart­sýnir í efri byggðum Kópa­vogs“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leifur Andri Leifsson verður á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá HK.
Leifur Andri Leifsson verður á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá HK. Vísir/Hulda Margrét

Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Viðtölin fjögur má heyra neðst í fréttinni en hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í Bestu deild karla.

„Væntingarnar til HK liðsins eru miklar. Þetta lítur vel út, vörnin er klár, markvarslan er klár en við þurfum kannski senter. Menn eru mjög bjartsýnir í efri byggðum Kópavogs. Svo eigum við eftir að bæta við 2-3 eða kannski 4 leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar,“ sagði Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður.

„Mínar væntingar til Keflavíkur liðsins í sumar eru nokkuð skýrar; Halda þeirri stöðu sem við erum komnir í, eða þar sem við enduðum í fyrra. Helst að fara upp fyrir það, ef það er möguleiki. Gæti orðið strembið,“ sagði Kristinn Guðbrandsson.

„Mínar væntingar til Fylkis eru að við höldum okkur upp. Það er eitthvað í mér sem segir mér að ekkert lið muni vinna okkur tvisvar,“ sagði Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti með meiru.

„Væntingarnar eru topp sex. Okkur var spáð 12. sæti af öllum fjölmiðlum í fyrra og spáð 9. sæti af öllum fjölmiðlum þetta sumar þannig að ég reiknaði bara upp,“ sagði Valtýr Björn Valtýsson, fjölmiðlamaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×