Íslenski boltinn

Víkingur að fá miðvörð frá Víkingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Vatnhamar í landsleik gegn Danmörku.
Gunnar Vatnhamar í landsleik gegn Danmörku. getty/Jan Christensen

Bikarmeistarar Víkings eru að fá miðvörð frá Færeyjum til að fylla skarð Kyles McLagan sem meiddist illa á dögunum og verður ekkert með á tímabilinu.

Í færeyskum fjölmiðlum og á Faroe Tips á Twitter kemur fram að miðvörðurinn Gunnar Vatnhamar sé á leið til Víkings frá Víkingi í Götu.

Gunnar er 28 ára og hefur leikið með Víkingi allan sinn feril. Hann varð færeyskur meistari með liðinu 2016 og 2017 og bikarmeistari 2014 og 2015.

Gunnar á 29 leiki og tvö mörk fyrir færeyska landsliðið á ferilskránni.

Víkingur mætir Stjörnunni í 1. umferð Bestu deildarinnar annan í páskum. Í kvöld mætir Víkingur Íslandsmeisturum Breiðabliks í Meistarakeppni KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×