„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2023 08:01 Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna og leikmaður Vals. Vísir/Sigurjón „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Nýverið var birt auglýsing til að hita upp fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Auglýsingin þykir vel heppnuð en Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa bent á að konur eru í miklum minnihluta í auglýsingunni. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna birtu nýverið pistil á Facebook-síðu sinni. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Á sama tíma og við viljum hrósa Hannesi og markaðsdeild Íslensks Toppfótbolta (ÍTF) fyrir flotta auglýsingu sem frumsýnd var nú í vikunni, getum við í stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna (HKK) ekki setið á okkur með alvarlega gagnrýni á kynjahlutföll í auglýsingunni. Í auglýsingu Bestu Deildarinnar í fyrra voru stigin stór skref í átt að jöfnu kynjahlutfalli en auglýsingin í ár er því miður alvarleg þróun aftur til fortíðar. Þegar stjórn HKK sá auglýsinguna í fyrsta skipti þá var upplifunin vonbrigði. Við héldum í vonina um að ÍTF hefði ákveðið að gera tvær auglýsingar þetta árið og að seinni auglýsingin yrði kynnt í vikunni áður en konurnar hefja leik í Bestu Deildinni, og að þar yrðu konurnar í aðalhlutverki. Það hefði hins vegar verið stefnubreyting hjá ÍTF sem hefur lýst yfir vilja fyrir því að markaðssetja Bestu Deildina sem eitt vörumerki óháð kynjum. Stjórn HKK sendi því tölvupóst á ÍTF og óskaði eftir svörum en því miður voru svörin ekki viðunandi. ÍTF fær hins vegar tækifæri til að að svara opinberlega fyrir þessi atriði sem sett er út á og því ekki farið nánar út í þau samskipti hér. Okkur til rökstuðnings höfum við tekið auglýsinguna og greint hana mjög ítarlega, sekúndu fyrir sekúndu, og eru niðurstöðurnar vægast sagt sláandi, en þær má sjá nánar á myndinni hér neðar. Að okkar mati er mjög margt alvarlegt við þessa niðurstöðu en fyrst og fremst teljum við að ÍTF hafi brugðist. Stjórn ÍTF fellur hér á mikilvægu prófi um jafnréttissjónarmið. Það er hlutverk ÍTF að markaðssetja og þjónusta bæði kvenna og karla deildirnar. Það að þau hafi ekki gert athugasemdir við kynjahlutfall í endanlegri útgáfu þessarar auglýsingar er alvarlegt og enn alvarlegra ef þau hafi ekki tekið eftir því hvað hallar á konur í auglýsingunni. Það er hlutverk stjórnar ÍTF að setja kröfur á þann sem framkvæmir verkið að passa kynjahlutföllin og stuðla almennt að fjölbreytileika. Við veltum fyrir okkur hvort þessi sjónarmið hafi verið skýr í samningagerð um þetta verkefni. Af hverju skiptir þetta máli? Við hljótum öll, árið 2023, að átta okkur á hvaða áhrif auglýsingar hafa og sérstaklega auglýsingar með fyrirmyndum og hetjum íslenskra barna og unglinga. Þessi auglýsing verður fyrir augum allra og dregur að sér áhorfendur enda auglýsingin að mörgu leyti vel gerð og leikstjórinn sérstaklega góður í að mynda stemningu í sínum verkum. Það á því ekki að þurfa að útskýra hversu mikil áhrif þessi auglýsing hefur á ungt fólk og almennt viðhorf hjá áhugafólki um knattspyrnu. Fjölmiðlar falla líka á jafnréttisprófinu Okkur þykir einnig mjög alvarlegt að nú, þremur dögum eftir birtingu auglýsingarinnar, hefur enginn íslenskur fjölmiðill sem fjallar almennt um knattspyrnu og/eða íþróttir gert athugasemd við kynjahlutfallið í auglýsingunni, heldur hafa flestir fjölmiðlar fjallað um hversu góð og vel unnin þessi auglýsing er án allrar gagnrýni. Leikstjóri myndbandsins hefur verið tekinn í ítarleg viðtöl þar sem ítrekað hafa borist tækifæri til að spyrja um þetta. Við getum því ekki annað en lýst áhyggjum okkar yfir því að svo virðist sem að ríkjandi viðhorf þeirra sem fylgjast með, vinna innan eða tengt knattspyrnu á Íslandi, sjái ekkert athugavert við kynjahlutföllin í þessari gríðalega mikilvægu auglýsingu sem endurspeglar því miður viðhorfið til knattspyrnukvenna. Á kökuritinu hér að neðan má sjá að hlutfall kvk leikmanna og/eða þjálfara, þ.e. tengt liðum Bestu Deildarinnar, í auglýsingunni er einungis 12%. Atriði þar sem bæði kvk og kk leikmönnum bregður fyrir eru 7%. Þegar það er lagt saman má sjá að öll atriði sem innihalda konur, hvort sem um ræðir atriði með kvk eingöngu eða kk og kvk saman, telur tæp 19% af allri auglýsingunni. Ef þessi hlutföll eru fegruð eins og hægt er, og þetta “annað” af kökuritinu er tekið út og þar með einungis horft á þann hluta auglýsingarinnar sem inniheldur leikmenn, þjálfara eða stjórnarmenn, breytast hlutföllinn á þann veg að atriði með konum eru einungis 17% og öll atriði sem innihalda konur, hvort sem þær eru einar eða með körlum, er rétt tæp 28%, eins og sjá má nánar í töflunni: Hlutfall kvk (blandað með KK) af heildarlengd auglýsingar: 18.74%Hlutfall kvk (blandað með KK) af hluta með leikmönnum: 27.98%Hlutfall kvk eingöngu af heildarlengd auglýsingar: 11.40%Hlutfall kvk eingöngu af hluta með leikmönnum: 17.03% Við teljum þessa gagnrýni vera mikilvæga í allri umræðu um jafnrétti innan íslenskrar knattspyrnu. Við viljum með þessu benda á það sem betur má fara og vonum að þetta hvetji til gagnrýnni hugsunar og hærri krafa þegar kemur að málum er varða kynjajafnrétti. baráttukveðjur, stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna Rebekka, sem er bæði varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna og leikmaður Íslandsmeistara Vals, ræddi við Stöð 2 og Vísi um málið. „Það sjást töluvert fleiri leikmenn karla í þessari auglýsingu. Hún er þannig gerð að mynda spennu fyrir tímabilið og auka eftirspurn eftir þessari vöru sem fótboltinn er. Þegar það sjást miklu fleiri leikmenn í Bestu deild karla en kvenna þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir.“ Skífurit sem sýnir svart á hvítu stöðu kynjanna í auglýsingunni.Hagsmunasamtök Knattspyrnukvenna „Við sendum fyrirspurn á ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti] og spurðum að þessu til að vera vissar um hvort það kæmi önnur auglýsing sem hefði betur fókus á Bestu deild kvenna en fengum þau svör að svo yrði ekki. Þetta væri auglýsingin fyrir þessar tvær deildir. Það eru viss vonbrigði.“ „Auglýsingin í fyrra var góð að því leiti til að það voru nærmyndir af leikmönnum beggja deilda, öll fengu setningar og verið að fókusa á stjörnurnar bæði karla og kvenna megin. Við hefðum viljað að það væri jafnara í þessari auglýsingu líka.“ „ÍTF lætur gera þessa auglýsingu. Þeir eru hagsmunasamtök fyrir efstu deildir karla og kvenna. Okkur langar að spyrja hvort það hafi ekki verið skýrari viðmið þegar þessi auglýsing var sett á laggirnar. Hvort það hefði ekki átt að vera jafn tími sem væri verið að auglýsa þessar deildir.“ Klippa: Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir „Auglýsingar búa til eftirspurn. Það er það sem markaðastjórn ÍTF veit manna best. Til þess að fá fleira fólk á völlinn, þú þarft að auglýsa leikmennina og þarft að auglýsa deildirnar. Þannig færðu fólk á völlinn og býrð til stemningu.“ „Við viljum benda á það sem betur má fara, annars breytum við engu. Ég veit að það eru til fleiri klippur úr þessari auglýsingu. Fullt sem fór bara í gólfið eins og Hannes [Þór Halldórsson, leikstjóri] talar um sjálfur. Ég veit svo sem ekki hvað er hægt að gera núna en það verði allavega þannig að á næsta ári sé krafa að það verði gert betur,“ sagði Rebekka að endingu. ÍTF hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnt hátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna. Áfram íslenskur fótbolti! Virðingarfyllst, stjórn ÍTF Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Nýverið var birt auglýsing til að hita upp fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. Auglýsingin þykir vel heppnuð en Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa bent á að konur eru í miklum minnihluta í auglýsingunni. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna birtu nýverið pistil á Facebook-síðu sinni. Hann má lesa í heild sinni hér að neðan. Á sama tíma og við viljum hrósa Hannesi og markaðsdeild Íslensks Toppfótbolta (ÍTF) fyrir flotta auglýsingu sem frumsýnd var nú í vikunni, getum við í stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna (HKK) ekki setið á okkur með alvarlega gagnrýni á kynjahlutföll í auglýsingunni. Í auglýsingu Bestu Deildarinnar í fyrra voru stigin stór skref í átt að jöfnu kynjahlutfalli en auglýsingin í ár er því miður alvarleg þróun aftur til fortíðar. Þegar stjórn HKK sá auglýsinguna í fyrsta skipti þá var upplifunin vonbrigði. Við héldum í vonina um að ÍTF hefði ákveðið að gera tvær auglýsingar þetta árið og að seinni auglýsingin yrði kynnt í vikunni áður en konurnar hefja leik í Bestu Deildinni, og að þar yrðu konurnar í aðalhlutverki. Það hefði hins vegar verið stefnubreyting hjá ÍTF sem hefur lýst yfir vilja fyrir því að markaðssetja Bestu Deildina sem eitt vörumerki óháð kynjum. Stjórn HKK sendi því tölvupóst á ÍTF og óskaði eftir svörum en því miður voru svörin ekki viðunandi. ÍTF fær hins vegar tækifæri til að að svara opinberlega fyrir þessi atriði sem sett er út á og því ekki farið nánar út í þau samskipti hér. Okkur til rökstuðnings höfum við tekið auglýsinguna og greint hana mjög ítarlega, sekúndu fyrir sekúndu, og eru niðurstöðurnar vægast sagt sláandi, en þær má sjá nánar á myndinni hér neðar. Að okkar mati er mjög margt alvarlegt við þessa niðurstöðu en fyrst og fremst teljum við að ÍTF hafi brugðist. Stjórn ÍTF fellur hér á mikilvægu prófi um jafnréttissjónarmið. Það er hlutverk ÍTF að markaðssetja og þjónusta bæði kvenna og karla deildirnar. Það að þau hafi ekki gert athugasemdir við kynjahlutfall í endanlegri útgáfu þessarar auglýsingar er alvarlegt og enn alvarlegra ef þau hafi ekki tekið eftir því hvað hallar á konur í auglýsingunni. Það er hlutverk stjórnar ÍTF að setja kröfur á þann sem framkvæmir verkið að passa kynjahlutföllin og stuðla almennt að fjölbreytileika. Við veltum fyrir okkur hvort þessi sjónarmið hafi verið skýr í samningagerð um þetta verkefni. Af hverju skiptir þetta máli? Við hljótum öll, árið 2023, að átta okkur á hvaða áhrif auglýsingar hafa og sérstaklega auglýsingar með fyrirmyndum og hetjum íslenskra barna og unglinga. Þessi auglýsing verður fyrir augum allra og dregur að sér áhorfendur enda auglýsingin að mörgu leyti vel gerð og leikstjórinn sérstaklega góður í að mynda stemningu í sínum verkum. Það á því ekki að þurfa að útskýra hversu mikil áhrif þessi auglýsing hefur á ungt fólk og almennt viðhorf hjá áhugafólki um knattspyrnu. Fjölmiðlar falla líka á jafnréttisprófinu Okkur þykir einnig mjög alvarlegt að nú, þremur dögum eftir birtingu auglýsingarinnar, hefur enginn íslenskur fjölmiðill sem fjallar almennt um knattspyrnu og/eða íþróttir gert athugasemd við kynjahlutfallið í auglýsingunni, heldur hafa flestir fjölmiðlar fjallað um hversu góð og vel unnin þessi auglýsing er án allrar gagnrýni. Leikstjóri myndbandsins hefur verið tekinn í ítarleg viðtöl þar sem ítrekað hafa borist tækifæri til að spyrja um þetta. Við getum því ekki annað en lýst áhyggjum okkar yfir því að svo virðist sem að ríkjandi viðhorf þeirra sem fylgjast með, vinna innan eða tengt knattspyrnu á Íslandi, sjái ekkert athugavert við kynjahlutföllin í þessari gríðalega mikilvægu auglýsingu sem endurspeglar því miður viðhorfið til knattspyrnukvenna. Á kökuritinu hér að neðan má sjá að hlutfall kvk leikmanna og/eða þjálfara, þ.e. tengt liðum Bestu Deildarinnar, í auglýsingunni er einungis 12%. Atriði þar sem bæði kvk og kk leikmönnum bregður fyrir eru 7%. Þegar það er lagt saman má sjá að öll atriði sem innihalda konur, hvort sem um ræðir atriði með kvk eingöngu eða kk og kvk saman, telur tæp 19% af allri auglýsingunni. Ef þessi hlutföll eru fegruð eins og hægt er, og þetta “annað” af kökuritinu er tekið út og þar með einungis horft á þann hluta auglýsingarinnar sem inniheldur leikmenn, þjálfara eða stjórnarmenn, breytast hlutföllinn á þann veg að atriði með konum eru einungis 17% og öll atriði sem innihalda konur, hvort sem þær eru einar eða með körlum, er rétt tæp 28%, eins og sjá má nánar í töflunni: Hlutfall kvk (blandað með KK) af heildarlengd auglýsingar: 18.74%Hlutfall kvk (blandað með KK) af hluta með leikmönnum: 27.98%Hlutfall kvk eingöngu af heildarlengd auglýsingar: 11.40%Hlutfall kvk eingöngu af hluta með leikmönnum: 17.03% Við teljum þessa gagnrýni vera mikilvæga í allri umræðu um jafnrétti innan íslenskrar knattspyrnu. Við viljum með þessu benda á það sem betur má fara og vonum að þetta hvetji til gagnrýnni hugsunar og hærri krafa þegar kemur að málum er varða kynjajafnrétti. baráttukveðjur, stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna Rebekka, sem er bæði varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna og leikmaður Íslandsmeistara Vals, ræddi við Stöð 2 og Vísi um málið. „Það sjást töluvert fleiri leikmenn karla í þessari auglýsingu. Hún er þannig gerð að mynda spennu fyrir tímabilið og auka eftirspurn eftir þessari vöru sem fótboltinn er. Þegar það sjást miklu fleiri leikmenn í Bestu deild karla en kvenna þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir.“ Skífurit sem sýnir svart á hvítu stöðu kynjanna í auglýsingunni.Hagsmunasamtök Knattspyrnukvenna „Við sendum fyrirspurn á ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti] og spurðum að þessu til að vera vissar um hvort það kæmi önnur auglýsing sem hefði betur fókus á Bestu deild kvenna en fengum þau svör að svo yrði ekki. Þetta væri auglýsingin fyrir þessar tvær deildir. Það eru viss vonbrigði.“ „Auglýsingin í fyrra var góð að því leiti til að það voru nærmyndir af leikmönnum beggja deilda, öll fengu setningar og verið að fókusa á stjörnurnar bæði karla og kvenna megin. Við hefðum viljað að það væri jafnara í þessari auglýsingu líka.“ „ÍTF lætur gera þessa auglýsingu. Þeir eru hagsmunasamtök fyrir efstu deildir karla og kvenna. Okkur langar að spyrja hvort það hafi ekki verið skýrari viðmið þegar þessi auglýsing var sett á laggirnar. Hvort það hefði ekki átt að vera jafn tími sem væri verið að auglýsa þessar deildir.“ Klippa: Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir „Auglýsingar búa til eftirspurn. Það er það sem markaðastjórn ÍTF veit manna best. Til þess að fá fleira fólk á völlinn, þú þarft að auglýsa leikmennina og þarft að auglýsa deildirnar. Þannig færðu fólk á völlinn og býrð til stemningu.“ „Við viljum benda á það sem betur má fara, annars breytum við engu. Ég veit að það eru til fleiri klippur úr þessari auglýsingu. Fullt sem fór bara í gólfið eins og Hannes [Þór Halldórsson, leikstjóri] talar um sjálfur. Ég veit svo sem ekki hvað er hægt að gera núna en það verði allavega þannig að á næsta ári sé krafa að það verði gert betur,“ sagði Rebekka að endingu. ÍTF hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnt hátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna. Áfram íslenskur fótbolti! Virðingarfyllst, stjórn ÍTF
Á sama tíma og við viljum hrósa Hannesi og markaðsdeild Íslensks Toppfótbolta (ÍTF) fyrir flotta auglýsingu sem frumsýnd var nú í vikunni, getum við í stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna (HKK) ekki setið á okkur með alvarlega gagnrýni á kynjahlutföll í auglýsingunni. Í auglýsingu Bestu Deildarinnar í fyrra voru stigin stór skref í átt að jöfnu kynjahlutfalli en auglýsingin í ár er því miður alvarleg þróun aftur til fortíðar. Þegar stjórn HKK sá auglýsinguna í fyrsta skipti þá var upplifunin vonbrigði. Við héldum í vonina um að ÍTF hefði ákveðið að gera tvær auglýsingar þetta árið og að seinni auglýsingin yrði kynnt í vikunni áður en konurnar hefja leik í Bestu Deildinni, og að þar yrðu konurnar í aðalhlutverki. Það hefði hins vegar verið stefnubreyting hjá ÍTF sem hefur lýst yfir vilja fyrir því að markaðssetja Bestu Deildina sem eitt vörumerki óháð kynjum. Stjórn HKK sendi því tölvupóst á ÍTF og óskaði eftir svörum en því miður voru svörin ekki viðunandi. ÍTF fær hins vegar tækifæri til að að svara opinberlega fyrir þessi atriði sem sett er út á og því ekki farið nánar út í þau samskipti hér. Okkur til rökstuðnings höfum við tekið auglýsinguna og greint hana mjög ítarlega, sekúndu fyrir sekúndu, og eru niðurstöðurnar vægast sagt sláandi, en þær má sjá nánar á myndinni hér neðar. Að okkar mati er mjög margt alvarlegt við þessa niðurstöðu en fyrst og fremst teljum við að ÍTF hafi brugðist. Stjórn ÍTF fellur hér á mikilvægu prófi um jafnréttissjónarmið. Það er hlutverk ÍTF að markaðssetja og þjónusta bæði kvenna og karla deildirnar. Það að þau hafi ekki gert athugasemdir við kynjahlutfall í endanlegri útgáfu þessarar auglýsingar er alvarlegt og enn alvarlegra ef þau hafi ekki tekið eftir því hvað hallar á konur í auglýsingunni. Það er hlutverk stjórnar ÍTF að setja kröfur á þann sem framkvæmir verkið að passa kynjahlutföllin og stuðla almennt að fjölbreytileika. Við veltum fyrir okkur hvort þessi sjónarmið hafi verið skýr í samningagerð um þetta verkefni. Af hverju skiptir þetta máli? Við hljótum öll, árið 2023, að átta okkur á hvaða áhrif auglýsingar hafa og sérstaklega auglýsingar með fyrirmyndum og hetjum íslenskra barna og unglinga. Þessi auglýsing verður fyrir augum allra og dregur að sér áhorfendur enda auglýsingin að mörgu leyti vel gerð og leikstjórinn sérstaklega góður í að mynda stemningu í sínum verkum. Það á því ekki að þurfa að útskýra hversu mikil áhrif þessi auglýsing hefur á ungt fólk og almennt viðhorf hjá áhugafólki um knattspyrnu. Fjölmiðlar falla líka á jafnréttisprófinu Okkur þykir einnig mjög alvarlegt að nú, þremur dögum eftir birtingu auglýsingarinnar, hefur enginn íslenskur fjölmiðill sem fjallar almennt um knattspyrnu og/eða íþróttir gert athugasemd við kynjahlutfallið í auglýsingunni, heldur hafa flestir fjölmiðlar fjallað um hversu góð og vel unnin þessi auglýsing er án allrar gagnrýni. Leikstjóri myndbandsins hefur verið tekinn í ítarleg viðtöl þar sem ítrekað hafa borist tækifæri til að spyrja um þetta. Við getum því ekki annað en lýst áhyggjum okkar yfir því að svo virðist sem að ríkjandi viðhorf þeirra sem fylgjast með, vinna innan eða tengt knattspyrnu á Íslandi, sjái ekkert athugavert við kynjahlutföllin í þessari gríðalega mikilvægu auglýsingu sem endurspeglar því miður viðhorfið til knattspyrnukvenna. Á kökuritinu hér að neðan má sjá að hlutfall kvk leikmanna og/eða þjálfara, þ.e. tengt liðum Bestu Deildarinnar, í auglýsingunni er einungis 12%. Atriði þar sem bæði kvk og kk leikmönnum bregður fyrir eru 7%. Þegar það er lagt saman má sjá að öll atriði sem innihalda konur, hvort sem um ræðir atriði með kvk eingöngu eða kk og kvk saman, telur tæp 19% af allri auglýsingunni. Ef þessi hlutföll eru fegruð eins og hægt er, og þetta “annað” af kökuritinu er tekið út og þar með einungis horft á þann hluta auglýsingarinnar sem inniheldur leikmenn, þjálfara eða stjórnarmenn, breytast hlutföllinn á þann veg að atriði með konum eru einungis 17% og öll atriði sem innihalda konur, hvort sem þær eru einar eða með körlum, er rétt tæp 28%, eins og sjá má nánar í töflunni: Hlutfall kvk (blandað með KK) af heildarlengd auglýsingar: 18.74%Hlutfall kvk (blandað með KK) af hluta með leikmönnum: 27.98%Hlutfall kvk eingöngu af heildarlengd auglýsingar: 11.40%Hlutfall kvk eingöngu af hluta með leikmönnum: 17.03% Við teljum þessa gagnrýni vera mikilvæga í allri umræðu um jafnrétti innan íslenskrar knattspyrnu. Við viljum með þessu benda á það sem betur má fara og vonum að þetta hvetji til gagnrýnni hugsunar og hærri krafa þegar kemur að málum er varða kynjajafnrétti. baráttukveðjur, stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna
Í ljósi umfjöllunar um auglýsingu Bestu deildar vill ÍTF koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. ÍTF tekur til sín þá gagnrýni um að huga betur að jafnrétti í markaðsefni Bestu deildar. Markmiðið með auglýsingunni var að gera báðum kynjum jafnt hátt undir höfði eins og í öllu okkar markaðsefni. Ábendingar um hvað betur megi fara eru af hinu góða og eru því alltaf vel þegnar. Við munum bregðast við og taka ábendingunni og vanda okkur í komandi markaðsefni fyrir Bestu deildir karla og kvenna. Áfram íslenskur fótbolti! Virðingarfyllst, stjórn ÍTF
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira