Erlent

Rúss­neskir her­menn illa þjakaðir af á­fengis­neyslu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Vodkaflaskan er sjaldnast langt frá, þegar rússneskir hermenn eiga í hlut, ef marka má breska dómsmálaráðuneytið. Myndin er tekin í Kænugarði og er dæmi um vistir sem rússneskir hermenn hafa jafnan með í för.
Vodkaflaskan er sjaldnast langt frá, þegar rússneskir hermenn eiga í hlut, ef marka má breska dómsmálaráðuneytið. Myndin er tekin í Kænugarði og er dæmi um vistir sem rússneskir hermenn hafa jafnan með í för. Getty/Kotenko

Fjölmörg slys meðal rússneskra hermanna, þar með talið dauðsföll, má rekja til óhóflegrar áfengisneyslu að sögn breska varnarmálaráðuneytisins.

Ráðuneytið telur að um 200 þúsund rússneskir hermenn hafi látið lífið í innrásinni. „Stóran minnihluta“ dauðsfalla sé þó ekki hægt að rekja til átakanna með beinum hætti.

Rússneskur fjölmiðill er sagður hafa greint frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að fjöldi slysa, glæpa og dauðsfalla megi rekja til óhóflegrar áfengisneyslu rússneskra hermanna.

Auk áfengisneyslunnar er einnig talið að nokkurn fjölda dauðsfalla megi rekja til vankunnáttu með vopn, samgönguslysa eða ofkælingar.

Þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem drekki töluvert sé almennt hátt í Rússlandi segir í Guardian að yfirmenn í rússneska hernum líti ofdrykkju hornauga. Mikil drykkja geti haft slæm áhrif á gengi hersins.


Tengdar fréttir

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“

Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×