Muratov óttast að verið sé að undirbúa Rússa undir kjarnorkustyrjöld Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2023 06:58 Muratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021. epa/Maxim Shipenkov „Tvær kynslóðir hafa lifað án ógnarinnar af kjarnorkustyrjöld. En það tímabil er liðið. Mun Pútín ýta á kjarnorkuhnappinn eða ekki? Hver veit? Enginn veit það. Það er enginn sem getur svara því.“ Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Þetta segir Nóbelsverðlaunahafinn Dmitry Muratov, ritstjóri Novaya Gazeta, í samtali við BBC. Hann er uggandi yfir því hversu langt stjórnvöld í Rússlandi munu ganga gagnvart Vesturlöndum en háttsettir ráðamenn hafa verið duglegir við að vara bandamenn Úkraínumanna að ganga ekki of langt í stuðningi sínum. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti, er einn af þeim sem hefur gengið einna lengst í að hóta Bandaríkjunum og öðrum Vesturveldum og meðal annars hótað kjarnorkustríði og eyðileggingu. Þá hafa Rússar tilkynnt að þeir hyggist koma kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Einn nánasti samstarfsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta varaði einnig við því á dögunum að Rússar ættu nútímavopn sem gætu grandað hvaða óvini sem er, þar á meðal Bandaríkjunum. Menn hafa deilt um það hvort um sé að ræða innantómar yfirlýsingar eða hótanir sem taka ber alvarlega en ef marka má orð Muratov þá hallast hann að því síðarnefnda og vísar til þess hvernig umræðan er að þróast í Rússlandi. Dmitry Muratov: The Russian journalist refusing to be silenced https://t.co/HB6wAuGiAx— BBC News (World) (@BBCWorld) March 29, 2023 „Við sjáum áróðursmaskínuna reyna að telja fólki trú um að kjarnorkustríð sé ekki slæmt. Sjónvarpsstöðvarnar hér fjalla um kjarnorkustríð og kjarnorkuvopn eins og það sé verið að auglýsa gæludýrafóður,“ segir Muratov. „Þeir segja: Við eigum svona eldflaug, svona eldflaug og annars konar eldflaug. Þeir tala um að gera Bretland og Frakkland að skotmörkum; um að hrinda af stað kjarnorkuflóðbyglju sem skolar Bandaríkjunum burt. Af hverju segja þeir þetta? Til að undirbúa fólk.“ Þekktur sjónvarpsmaður hefur talað fjálglega um að lýsa Bretland, Frakkland og Pólland sem lögmæt skotmörk Rússa og að tortíma eyju með kjarnorkuvopnum til að sannfæra menn um að Rússum sé alvara. Muratov segir að búið sé að „geislamenga“ Rússa með áróðri, sem sé beint í gegnum fjölda sjónvarpsstöðva, þúsundir dagblaða og innlendra samfélagsmiðla. Ritstjórinn segist hafa trú á því að yngri kynslóðir Rússa muni stíga fram og tjá sig ef og þegar áróðurinn þagnar. Hann bendir á að fólk hafi gert það nú þegar; þúsundir hafi verið sett í fangelsi fyrir að mótmæla innrásinni. Pútín eigi sér sannarlega stuðningsmenn en það sé eldra fólk sem sjái hann fyrir sér sem barnabarnið sitt, sem verndar það, borgar þeim lífeyrinn og óskar þeim gleðilegs nýs árs. „Eina vonin sem ég á býr í unga fólkinu; fólkinu sem sér umheiminn sem vin, ekki óvin, og sem vill að heimurinn elski Rússland og að Rússland elski heiminn. Ég vona að sú kynslóð muni lifa mig og Pútín,“ segir Muratov.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Kjarnorka Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira