Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 10:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin spáir því að á árunum 2015 til 2050 muni fólki 60 ára og eldri fjölga úr 12 prósentum í 22 prósent jarðarbúa. Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Mannfjöldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Mannfjöldi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira