Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 10:40 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin spáir því að á árunum 2015 til 2050 muni fólki 60 ára og eldri fjölga úr 12 prósentum í 22 prósent jarðarbúa. Getty Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið. Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Mannfjöldi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Umrædd rannsókn var unnin fyrir Club of Rome og samkvæmt niðurstöðunum mun fjöldi íbúa heimsins ná hámarki í 8,8 milljörðum fyrir miðja þessa öld. Áður var talið að fjöldinn myndi fara í 9,7 milljarða um miðja öldina og halda áfram að aukast í nokkra áratugi. Vísindamennirnir segja að mögulegt sé að ná toppinum fyrr ef stjórnvöld taka afgerandi skref til að auka menntun og hækka meðaltekjur. Ef spár þeirra ná fram að ganga eru það góðar fréttir fyrir náttúruna, þar sem að draga mun úr ágangi á umhverfið og loftslagið þegar fólki fer aftur að fækka. Þá mun það einnig draga úr pólitískri og samfélagslegri spennu. Höfundar skýrslunnar vara þó við því að lækkandi fæðingartíðni muni ekki leysa þann vanda sem steðjar að jörðinni. Þá mun fólksfækkunin skapa ný vandamál, til að mynda fækkun á vinnumarkaði og fjölgun aldraðra. Ben Callegari, einn höfunda skýrslunnar, segir tilefni til bjarsýni en með fyrirvara. „Þetta gefur okkur tilefni til að ætla að mannfjöldasprengjan springi ekki en við stöndum engu að síður andspænis miklum áskorunum frá umhverfissjónarmiði. Við munum þurfa að leggja mikið í að taka á ofneyslu og offramleiðslu, sem eru stærra vandamál en mannfjöldaþróunin,“ segir hann. Umrædd skýrsla, sem unnin var af bandalaginu Earth4All, gerir sem fyrr segir ráð fyrir að mannfjöldinn toppi í 8,8 milljörðum árið 2046 og dragist saman í 7,3 milljarða fyrir árið 2100. Höfundar skýrslunnar segja þetta ekki munu leiða til algjörra umhverfis- og loftslagshamfara en líkurnar á svæðisbundnu samfélagshruni muni aukast til 2050, vegna aukinnar misskiptingar innan og á milli samfélaga. Bjarsýnni spá, sem gerir ráð fyrir aukinni skattlagningu auðugustu einstaklinga heims til að fjárfesta í jöfnuði, gerir ráð fyrir að mannfjöldinn gæti toppað í 8,5 milljörðum árið 2040 og dregist saman í 6 milljarða fyrir árið 2100. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Mannfjöldi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira