Mannfjöldi

Fréttamynd

Í­búar í Ár­borg verða orðnir 33 þúsund árið 2050

Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar á Ís­landi tals­vert færri en áður var talið

Nýtt mat Hagstofu Íslands á íbúafjölda hér á landi hefur leitt í ljós að íbúar eru talsvert færri en opinberar hagtölur hafa bent til. Þar af leiðandi hefur hagvöxtur á mann verið meiri á síðastliðnum árum en opinberar hagtölur benda til og verðmætasköpun á mann er orðin hin sama og fyrir faraldur þvert á niðurstöður opinberra hagtalna. 

Innlent
Fréttamynd

Anna og Jón al­gengust

Algengustu nöfnin, meðalaldur þjóðarinnar, hagvöxtur og mannfjöldaþróun er meðal þess sem tekið er saman í jóla-og áramótamyndbandi Hagstofunnar. 

Innlent
Fréttamynd

611 þúsund í­búar á Ís­landi árið 2074

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum.

Innlent
Fréttamynd

Í­búum í Skaga­firði fjölgar og fjölgar

Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði.

Innlent
Fréttamynd

Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð

Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt

Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.

Innlent
Fréttamynd

Er­lendum ríkis­borgurum fjölgað um níu prósent frá í desember

Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 18 prósent landsmanna og hefur hlutfallið aukist að um rúmt prósent á ári undanfarin fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi

Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði

„Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2