Enski boltinn

Leeds upp um fimm sæti | Æsi­spennandi fall­bar­átta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Úlfanna og Leeds United.
Úr leik Úlfanna og Leeds United. Mike Egerton/Getty Images

Fallbarátta ensku úrvalsdeildarinnar hefur sjaldan verið jafn spennandi. Aðeins munar fjórum stigum á Southampton sem situr á botni deildarinnar með 23 stig og Crystal Palace sem situr í 12. sæti með 27 stig.

Southampton gerði 3-3 jafntefli Tottenham Hotspur í dag en situr þó enn á botni deildarinnar. Liðið er þó aðeins einum sigri frá því að lyfta sér upp úr fallsæti.

Á sama tíma og Southampton náði í stig þá vann Leeds United frækinn 4-2 útisigur á Úlfunum og stökk upp úr fallsæti. Mörk Leeds skoruðu Jack Harrisson, Luke Ayling, Rasmus Kristensen og Rodrigo. Mörk Úlfanna skoruðu Jonny – sem fékk síðar að líta rauða spjaldið – og Matheus Cunha.

Úlfarnir eru áfram með 27 stig í 13. sæti en Leeds er nú aðeins sæti neðar með 26 stig og á leik til góða.

Aston Villa vann öruggan 3-0 sigur á Bournemouth. Douglas Luiz, Jacob Ramsey og Emi Buendía. Villa er nú í 10. sæti með 38 stig á meðan Bournemouth er í 19. sæti með 24 stig.

Brentford og Leicester City gerðu svo 1-1 jafntefli. Mathias Jensen skoraði mark heimamanna en Harvey Barnes jafnaði fyrir Refina. Shandon Baptiste fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt undir lok leiks.

Brentford er í 8. sæti með 42 stig en Leicester í 16. sæti með 25 stig.


Tengdar fréttir

Sex marka jafntefli er Southampton snéri taflinu við gegn Tottenham

Southampton og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá Lundúnum höfðu tveggja marka forskot þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en heimamenn klóruðu sig aftur inn í leikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×