Erlent

Enn fækkar þeim ríkjum sem styðja Taívan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Xiomara Castro sór embættiseið sinn sem forseti Hondúras í ágúst á síðasta ári.
Xiomara Castro sór embættiseið sinn sem forseti Hondúras í ágúst á síðasta ári. AP Photo/Fernando Vergara

Forseti Hondúras, Xiomara Castro segist hafa fyrirskipað utanríkisráðuneyti landsins að koma á formlegum tengslum við stjórnvöld í Kína.

Hondúras hefur síðustu árin verið í stjórnmálasambandi við Taívan sem er mikill þyrnir í augum Kínverja sem líta á Taívansem hluta af Kína. Nú hefur sumsé orðið breyting á og fækkar því enn í hópi þeirra ríkja sem styðja Taívan opinberlega.

Í umfjöllum Guardian segir að nú séu aðeins þrettán lönd eftir í heiminum sem styðji opinberlega stjórnvöld á Taívan. Kínverjar leggja blátt bann við því að eiga í samskiptum við ríki sem viðurkenna Taívan. Og Hondúras hefur nú ákveðið að skipta um lið.

Castro forseti hafði talað um þetta í kosningabaráttunni en það þykir ekki skipta minna máli að nú standa yfir samningaviðræður við Kínverja um að þeir reisi gríðarstóra vatnsaflsvirkjun í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×