„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2023 08:30 Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira