„Það var varla hægt að tala við mig í gær“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. mars 2023 08:30 Katrín Ásbjörnsdóttir. Vísir/Sigurjón Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar. Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Katrín varð fyrir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks í leik Breiðabliks við fyrrum félag hennar Stjörnunnar í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið. Öllum sem sáu leikinn var ljóst að hún var sárþjáð og hélt strax um hnéð. Óttuðust þá margir að um krossbandaslit væru að ræða og þar með fótboltasumarið úr sögunni. „Það heyrðist smellur og læti. Þetta var ofboðslega vont og líka bara svolítið sjokk. Þetta leit ekki vel út og ég talaði við Ása [Ásmund Arnarsson, þjálfara Breiðabliks] þegar ég var komin heim á föstudagskvöldinu eftir leik og sagði við hann að mér litist ekkert á þetta. Ég hélt að þetta yrði mjög alvarlegt,“ Krossband Katrínar skaddaðist hins vegar ekki. Það kom í ljós eftir segulómskoðun í fyrradag en biðin eftir niðurstöðu var Katrínu löng. Það fór umtalsvert betur áhorfðist. „Þetta var bara tognun á liðbandinu og beinmar. Læknirninn talar um fjórar til sex vikur. Það eru sex vikur og fjórir dagar í mót, þannig að þetta eru bara frábærar fréttir,“ segir Katrín sem var eðlilega afar létt og á bágt með að vera hennar á hliðarlínunni verði svo miklu skemmri en útlit var fyrir. Aðspurð hvort hún hafi brosað hringinn frá því að niðurstaðan fékkst segir hún: „Já, það má segja það. Það var varla hægt að tala við mig í gær. Ég fór í myndatökuna og svo var dagurinn rosa erfiður í gær að bíða eftir niðurstöðum. Svo er þetta bara búin að vera gleði síðan þá,“ Fengið góðar móttökur í Kópavogi Katrín gekk í raðir Breiðabliks í vetur frá Stjörnunni en hún hlaut bronsskóinn með Stjörnuliði sem endaði í öðru sæti deildarinnar og hlaut þannig Evrópusæti á kostnað Breiðabliks sem endaði í þriðja. Hún segir töluverð viðbrigði að koma í Kópavoginn en ber Blikaliðinu vel söguna. „Auðvitað eru það [viðbrigði], ég hef aldrei verið hérna áður. En mér hefur aldrei ég fundist ég eins velkomin í félag eins og núna. Það eru allir svo yndislegir við mann og bjóða mann mjög velkominn. Mér líður bara virkilega vel hérna og er mjög spennt fyrir sumrinu.“ segir Katrín.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira