Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 08:01 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi og stendur í deilu við FH vegna vangoldinna launa. VÍSIR/DANÍEL Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur þegar úrskurðað leikmanninum í vil, síðasta haust, með þeirri niðurstöðu sinni að samningur á milli hans og FH hafi verið launþegasamningur, en ekki verktakasamningur eins og FH hefur haldið fram. Þar með beri knattspyrnudeild FH ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, segir í samtali við Vísi að hann hafi fundað með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar, með það í huga að semja um uppgjör á kröfunni. Samninga- og félagaskiptanefnd tók nefnilega ekki neina afstöðu til þess hvaða upphæð leikmaðurinn ætti inni. Krafa Mortens nemur alls rúmlega 24,3 milljónum króna og skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. FH gæti fengið sekt og félagaskiptabann Fundur Vilhjálms með FH-ingum reyndist hins vegar árangurslaus og því ákvað Morten Beck að fara með málið til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og krefjast þess að FH yrði beitt viðurlögum. Krefst hann þess að FH greiði sekt upp á tvær milljónir króna og að félagið fari í félagaskiptabann í tvö félagaskiptatímabil. Slíkt bann myndi þýða að FH mætti ekki sækja sér nýja leikmenn fyrr en í fyrsta lagi á miðju tímabili sumarið 2024. Með þessu vill Morten þrýsta á um að FH greiði honum það sem upp á vantaði. Morten Beck Andersen kom af miklum krafti inn í lið FH sumarið 2019 og skrifaði undir samning til tveggja ára við félagið eftir tímabilið.vísir/hag Talað um nettó greiðslur í samningi „FH-ingar neituðu að ganga til uppgjörs á grundvelli úrskurðar samninga- og félagaskiptanefndar, sem var þó úrskurður sem að þeir óskuðu sjálfir eftir. Þeir neituðu því að hlíta niðurstöðunni,“ segir Vilhjálmur við Vísi. Í þeim úrskurði segir meðal annars að í samningi á milli FH og Mortens sé talað um „net payments“. Þannig sé gefið til kynna að um „nettólaun“ sé að ræða, og þar af leiðandi búið að draga frá staðgreiðslu skatta, lífeyrisiðgjald og aðrar lögbundnar greiðslur. Nefndin hafnaði jafnframt þeim rökum FH að Morten hefði verið of lengi að gera sínar kröfur. Segir FH ekki hafa gert neina gagnkröfu Úrskurðurinn var hins vegar ekki nóg til að fá endanlega niðurstöðu í málið á fyrrnefndum „sáttafundi“ í janúar: „Á þessum fundi sem við áttum með FH-ingum færðu þeir ekki fram nein efnisleg rök fyrir því að upphæðin ætti að vera önnur og lægri, og gerðu enga gagnkröfu. Okkur var því nauðugur einn sá kostur að fara með málið áfram innan KSÍ, því við teljum að leysa eigi svona mál innan hreyfingarinnar, og skutum þess vegna málinu til aga- og úrskurðarnefndar og gerðum kröfu um viðurlög [félagaskiptabann og sekt]. Það var nauðsynlegt til þess að þrýsta á um það að FH gangi til uppgjörs við Morten,“ segir Vilhjálmur. Morten Beck fyrir miðju eftir leik með FH-ingum sumarið 2020.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Aga- og úrskurðarnefnd hefur nú samkvæmt upplýsingum Vísis aflað sér allra gagna en hún fékk greinargerð FH vegna málsins fyrir helgi. Vilhjálmur telur að mögulega liggi fyrir úrskurður í málinu í næstu viku. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði í samtali við Fótbolta.net á föstudaginn að félagið hafnaði alfarið kröfum Mortens en að félagið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Eins og fyrr segir lék Morten Beck með FH á árunum 2019-2021. Framherjinn kom inn í liðið af miklum krafti á miðju sumri 2019 og skoraði átta mörk í jafnmörgum leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Besta deild karla FH Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ hefur þegar úrskurðað leikmanninum í vil, síðasta haust, með þeirri niðurstöðu sinni að samningur á milli hans og FH hafi verið launþegasamningur, en ekki verktakasamningur eins og FH hefur haldið fram. Þar með beri knattspyrnudeild FH ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, segir í samtali við Vísi að hann hafi fundað með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar, með það í huga að semja um uppgjör á kröfunni. Samninga- og félagaskiptanefnd tók nefnilega ekki neina afstöðu til þess hvaða upphæð leikmaðurinn ætti inni. Krafa Mortens nemur alls rúmlega 24,3 milljónum króna og skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. FH gæti fengið sekt og félagaskiptabann Fundur Vilhjálms með FH-ingum reyndist hins vegar árangurslaus og því ákvað Morten Beck að fara með málið til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, og krefjast þess að FH yrði beitt viðurlögum. Krefst hann þess að FH greiði sekt upp á tvær milljónir króna og að félagið fari í félagaskiptabann í tvö félagaskiptatímabil. Slíkt bann myndi þýða að FH mætti ekki sækja sér nýja leikmenn fyrr en í fyrsta lagi á miðju tímabili sumarið 2024. Með þessu vill Morten þrýsta á um að FH greiði honum það sem upp á vantaði. Morten Beck Andersen kom af miklum krafti inn í lið FH sumarið 2019 og skrifaði undir samning til tveggja ára við félagið eftir tímabilið.vísir/hag Talað um nettó greiðslur í samningi „FH-ingar neituðu að ganga til uppgjörs á grundvelli úrskurðar samninga- og félagaskiptanefndar, sem var þó úrskurður sem að þeir óskuðu sjálfir eftir. Þeir neituðu því að hlíta niðurstöðunni,“ segir Vilhjálmur við Vísi. Í þeim úrskurði segir meðal annars að í samningi á milli FH og Mortens sé talað um „net payments“. Þannig sé gefið til kynna að um „nettólaun“ sé að ræða, og þar af leiðandi búið að draga frá staðgreiðslu skatta, lífeyrisiðgjald og aðrar lögbundnar greiðslur. Nefndin hafnaði jafnframt þeim rökum FH að Morten hefði verið of lengi að gera sínar kröfur. Segir FH ekki hafa gert neina gagnkröfu Úrskurðurinn var hins vegar ekki nóg til að fá endanlega niðurstöðu í málið á fyrrnefndum „sáttafundi“ í janúar: „Á þessum fundi sem við áttum með FH-ingum færðu þeir ekki fram nein efnisleg rök fyrir því að upphæðin ætti að vera önnur og lægri, og gerðu enga gagnkröfu. Okkur var því nauðugur einn sá kostur að fara með málið áfram innan KSÍ, því við teljum að leysa eigi svona mál innan hreyfingarinnar, og skutum þess vegna málinu til aga- og úrskurðarnefndar og gerðum kröfu um viðurlög [félagaskiptabann og sekt]. Það var nauðsynlegt til þess að þrýsta á um það að FH gangi til uppgjörs við Morten,“ segir Vilhjálmur. Morten Beck fyrir miðju eftir leik með FH-ingum sumarið 2020.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Aga- og úrskurðarnefnd hefur nú samkvæmt upplýsingum Vísis aflað sér allra gagna en hún fékk greinargerð FH vegna málsins fyrir helgi. Vilhjálmur telur að mögulega liggi fyrir úrskurður í málinu í næstu viku. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði í samtali við Fótbolta.net á föstudaginn að félagið hafnaði alfarið kröfum Mortens en að félagið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Eins og fyrr segir lék Morten Beck með FH á árunum 2019-2021. Framherjinn kom inn í liðið af miklum krafti á miðju sumri 2019 og skoraði átta mörk í jafnmörgum leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik.
Besta deild karla FH Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki