Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2023 15:30 Toni Pressley kvaddi Orlando í vetur eftir sjö ára dvöl og hefur heillast af Íslandi eftir að hafa skoðað landið með landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og fleirum. Getty/Instagram@tonideion Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023. Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira