Erlent

Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Xi Jinping hefur trygg sig á valdastóli næstu fimm árin hið minnsta.
Xi Jinping hefur trygg sig á valdastóli næstu fimm árin hið minnsta. AP/Mark Schiefelbein

Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir.

Þriðja kjörtímabil Xi var staðfest á árlegum fund­i kín­verska Alþýðuþings­ins sem farið hefur fram í höfuðborginni Beijing síðustu daga. Forsetaembættið í Kína er í raun valdalítið embætti en Xi hefur engu að síður tekist að verða nær einráður í landinu síðustu árin en hann er einnig aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og formaður hermálanefndar flokksins.

Ekki var búist við öðru en að þingið myndi staðfesta þriðja kjörtímabil Xi á forsetastóli og raunar mun það vekja meiri athygli á næstu dögum hver verður útnefndur forsætisráðherra, sem yrði þá í raun næstráðandi í ríkinu.

Fráfarandi forsætisráðherrann Li Keqiang var einmitt talinn sá sem gæti skákað Xi Jinping í valdatafli kínverska kommúnistaflokksins en nú er ljóst að hann er á útleið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×