Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 07:41 Það þarf bara einn til að eyðileggja fyrir öllum. Getty Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn. Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað. Japan Matur Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Sjá meira
Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað.
Japan Matur Mest lesið Hvers vegna eru allir að tala um „borgaralega“ ríkisstjórn? Innlent „Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Innlent Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Innlent Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Innlent Þung bankhljóð heyrðust kvöldið áður en hjónin fundust látin Innlent Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Innlent Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Innlent „Við erum málamiðlunarflokkur“ Innlent Starfskona í frystihúsi greiðir þrefalt hærri vexti en eigandi frystihússins Innlent Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Erlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á tunglið í apríl 2026 Gífurlega kröftugur jarðskjálfti undan ströndum Kaliforníu Önnur borg í höndum uppreisnarmanna Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Segja Ísraelsmenn fremja þjóðarmorð á Gaza Tvö börn í lífshættu eftir skotárás í leikskóla í Kalíforníu Leita enn byssumannsins og lofa peningaverðlaunum Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Sjá meira