Skytturnar komnar með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar.

Gabriel Martinelli skorar eina mark leiksins gegn Leicester í dag.
Gabriel Martinelli skorar eina mark leiksins gegn Leicester í dag. Vísir/Getty

Arsenal er komið með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 útisigur á Leicester í dag.

Sigurinn í dag var sanngjarn. Arsenal var mun sterkari aðilinn í leiknum og Leicester átti aðeins eitt skot að marki í leiknum og það hitti ekki markrammann.

Eina mark leiksins kom strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Gabriel Martinelli fékk þá sendingu í gegnum vörnina frá Leandro Trossard og kláraði færið vel. Bukayo Saka bætti við marki í síðari hálfleiknum en það var dæmt af vegna rangstöðu. 

Með sigrinum er Arsenal komið með fimm stiga forskot á Manchester City sem leikur nú á eftir gegn Bournemouth.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira