Stjórnvöld verða að bjóða unglingum nautaat Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. febrúar 2023 15:01 Las Ventas í Madrid er stærsti nautaatshringur Spánar. Francisco Guerra/Getty Images Hæstiréttur Spánar segir að nautaat sé hluti af menningararfi spænsku þjóðarinnar. Þess vegna verði stjórnvöld að leyfa ungu fólki að nota menningarstyrk sem það fær við 18 ára aldur, til að að fara á nautaat. Ríkisstjórn sósíalista ákvað í fyrra að útiloka nautaat frá menningarstyrknum. Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við. Spánn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Öll ungmenni frá menningarfríkort Spænsk stjórnvöld gefa ungmennum menningarkort þegar þau verða 18 ára. Þetta er að mörgu leyti sambærilegt við íslenska frístundakortið, með þessu korti geta þau notið menningar fyrir 400 evrur, andvirði um 60.000 króna. Tilgangurinn er að hjálpa menningartengdri starfsemi að rétta úr kútnum eftir hremmingar Covid-19, og um leið, auðvitað, að opna augu ungs fólk fyrir þeirri menningu sem stendur því til boða. Nautaat ekki í boði Að sjálfsögðu var opnuð vefsíða þegar kortið var kynnt til sögunnar, í fyrra, með öllum þeim aragrúa menningartilboða sem Spánn býður uppá. Nema nautaati. Það var hvergi að finna. Nautaatssjóðurinn, sem eru frjáls félagasamtök, sem berjast fyrir tilvist og viðgangi nautaats í heimi sem í auknum mæli hafnar þessari athöfn sem skemmtun eða menningu, tók þetta óstinnt upp og dró stjórnvöld fyrir dómstóla. Nautaat væri viðurkennt sem rótgróinn menningararfur í spænsku samfélagi og menningarmálaráðuneytið og ríkisstjórn sósíalista stundaði samhliða útgáfu menningarstyrksins hugmyndafræðilega mismunun og menningarlega ritskoðun, allt byggt á andstöðu ríkjandi stjórnvalda við nautaat. Auk þess væri verið að gera þessari atvinnugrein erfiðara fyrir að reisa sig upp úr öskustó faraldursins, en hún skilar rúmum fjórum milljörðum evra í ríkiskassann á ári hverju og veitir rúmlega 50.000 manns atvinnu. Nautat er skilgreint sem menningarlegur arfur Dómur Hæstaréttar var afdráttarlaus, samkvæmt lögum frá 2013 væri nautaat „menningarlegur arfur“, og Victorino Martín, formaður félags nautaræktenda á Spáni, segir að dómurinn sé mikið fagnaðarefni, ekki bara fyrir áhugamenn um nautaat, heldur fyrir allt samfélagið. Þetta þýði einfaldlega að stjórnvöld verði að fara að lögum, burtséð frá skoðunum eða smekk einstakra ráðherra. Menningarmálaráðuneytið hefur, vitaskuld, gefið út yfirlýsingu um að dómi Hæstaréttar verði fylgt. Nautaat á í vök að verjast Nautaat á í mikilli vök að verjast á Spáni, ekki bara vegna Covid19, heldur líka vegna minnkandi áhuga og mikillar baráttu dýraverndarsamtaka fyrir því að banna atið. Það hefur verið bannað á Kanaríeyjum síðan 1991. Katalónía reyndi að fylgja fordæmi eyjaskeggja árið 2010, en stjórnlagadómstóll Spánar sneri því banni við.
Spánn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira