Tala látinna komin í 45 þúsund Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2023 08:05 Hakan Yasinoglu er einn þeirra þriggja sem bjargað var úr rústum í Tyrklandi í gær. Hann hafði þraukað í 248 klukkstundir í rústunum. Mustafa Yilmaz/Getty Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Skjálftinn öflugi reið yfir fyrir ellefu dögum við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Í Tyrklandi stendur tala látinna í 39.672 en í Sýrlandi í ríflega 5.800. Sú tala hefur ekki verið uppfærð svo dögum skiptir. Stríðsátök hófust á ný í Sýrlandi en uppreisnarmenn gegn stjórnvöldum Bashars Al-Assad Sýrlandsforseta, fara með völd í norðurhluta landsins, þar sem skjálftinn olli eyðileggingu. Í frétt Reuters um málið segir að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á bæinn Antareb, sem er á valdi uppreisnarsinna og fór illa út í jarðskjálftanum. Þá segir að þúsundir Sýrlendinga, sem flúð höfðu átökin til Tyrklands, séu komnir aftur til Sýrlands í kjölfar skjálftans. Reiði vegna illa byggðra húsa Mikil reiði ólgar í Tyrklandi um þessar mundir vegna þess gríðarlega fjölda íbúðarbygginga sem hrundi í skjálftanum. Byggingar sem sagðar voru öruggar í jarðskjálftanum hrundu eins og spilaborgir þegar slíkur reið yfir. Hamza Alpaslan missti bróður sinn sem hafði búið í blokk sem hrundi í Antakya. Íbúar blokkarinnar voru hundruð talsins. „Húsið var sagt öruggt í jarðskjálftum en maður getur séð hvað gerðist. Það er í hræðilegu ástandi. Það var hvorki sement né almennilegar járnabindingar í því. Þetta er hreint helvíti,“ hefur Reuters eftir honum. Gríðarlegur fjöldi bygginga hrundi í jarðskjálftanum.Yavuz Ozden/Getty Stjórnvöld hafa heitið því að rannsaka hvern þann sem grunaður er um að bera ábyrgð á hruni bygginga og hafa þegar hneppt rúmlega eitt hundrað manns í varðhald. Unglingi og nýbökuðum föður bjargað Mikill fjöldi alþjóðlegra leitarflokki hefur snúið aftur til sinna heimalanda enda segja sérfræðingar að mestar líkur séu á að bjarga fólki úr rústum innan sólarhrings frá jarðskjálfta. Meðal þeirra er seinni hluti íslenska hópsins, sem sneri heim í gær. Þó er ekki enn öll von úti líkt og björgunaraðgerðir gærdagsins bera vitni. Yfirvöld í Tyrklandi tilkynntu í gær að þremur hefði verið bjargað úr rústum þann daginn. Það voru þeir Hakan Yasinoglu á fimmtugsaldri, Osman Halebiye fjórtán ára og Mustafa Avci nýbakaður faðir á fertugsaldri. „Ég hafði glatað allri vonarglætu. Þetta er sannkallað kraftaverk, þau gáfu mér son minn aftur. Ég sá rústirnar og hugsaði með mér að engum yrði bjargað úr þeim,“ er haft eftir föður Avci. Á meðan verið var að bera Avci úr rústunum hringdu foreldrar í hann í myndsímtali og sýndu honum nýfæddan son sinn og eiginkonu hans, sem lágu enn á fæðingardeild.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Íslendingar erlendis Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna