Ungi strákurinn á miðju Liverpool fékk mikið hrós frá Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 09:30 Stefan Bajcetic var flottur á miðju Liverpool í leiknum á móti Everton á Anfield í gærkvöldi. Getty/Andrew Powell Liverpool fagnaði langþráðum sigri í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann nágranna sína í Everton. Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Mohamed Salah skoraði fyrra markið og endaði þar 356 mínútna bið liðsins eftir marki í deildinni. Eftir leikinn var Salah aftur á móti að hrósa miðjumanninum Stefan Bajcetic sem var kosinn maður leiksins í gær. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Bajcetic er aðeins átján ára gamall en kom til unglingaliðs Liverpool frá Celta Vigo í desember 2020. „Hann er frábær leikmaður og frábær persóna. Hann leggur alltaf mikið á sig og síðan hann kom inn í byrjunarliðið þá hefur hann kannski verið okkar besti leikmaður,“ sagði Mohamed Salah og strákurinn brosti út að eyrum við hlið hans eins og sjá má hér fyrir neðan. „Vonandi heldur hann áfram að spila með þessu sjálfstrausti og heldur sínu striki,“ sagði Salah. Fréttamaður Sky Sports spurði þá Bajcetic hvernig væri að heyra þetta frá Salah. „Hann er Mo Salah og er einn af bestu leikmönnunum í sögu Liverpool. Það er gaman að heyra svona goðsögn segja þetta við mig,“ sagði Stefan Bajcetic. Bajcetic varð fyrr á tímabilinu þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, á eftir Michael Owen og Raheem Sterling, og næstyngsti Spánverjinn á eftir Cesc Fàbregas. Bajcetic hafði verið að spila aftastur á miðjunni í leikjunum á undan en nú var hann kominn aðeins framar á miðjuna með Jordan Henderson á meðan Fabinho sat fyrir aftan þá. Það kom mjög vel út og kraftur og viljinn til að tækla og vinna boltann alveg til fyrirmyndar. Ungar og ferskar lappir sem Liverpool miðjan þurfti svo mikið á að halda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira