„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 13:01 Pep Guardiola segir að enginn geti tekið titla af Manchester City en rannsókn fer nú fram vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum. Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Ensku meistararnir hafa verið kærðir vegna alls rúmlega hundrað brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar frá árunum 2009-2018 en félagið vann þrjá meistaratitla á þessu tímabili. Sérstök nefnd mun nú taka við málinu og ákveða hvað sé réttast að gera hvað varðar refsingar. City gæti misst stig og þá hafa verið uppi umræður um hvort félagið missi einhverja af titlum sínum. Allt á þetta eftir að koma í ljós. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur nú stigið fram og sagt að rannsóknin breyti engu um þá titla sem félagið hefur unnið, enginn geti tekið titla eða verðlaun af félaginu. Hann segir að rannsóknin hafi skaðað félagið og sigra þess. „Þessi augnablik tilheyra okkur, þau tilheyra okkur algjörlega,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudag. „Mark Aguero árið 2012, þegar Balotelli rann. Ég veit ekki hvort við berum ábyrgð á því þegar Steven Gerrard rann á Anfield. Var það okkur að kenna? Ég ber virðingu fyrir Steven Gerrard en þessi augnablik tilheyra okkur,“ bætti Guardiola við og vísar þarna til atviksins fræga í leik Liverpool og Chelsea árið 2014 þegar Steven Gerrard gerði afdrifarík mistök sem urðu til þess að Manchester City náði efsta sæti deildarinnar af Liverpool. „Enska úrvaldeildin mun taka ákvörðun en ég veit hvað við lögðum á okkur, hvað við unnum og hvernig. Ef eitthvað gerðist árin 2009 eða 2010 þá breytir það ekki einni sekúndu. Við höfum lifað þessi augnablik saman í mörg ár.“ „Ég er stoltur af eigendunum“ Guardiola segist hafa fengið staðfestingu frá yfirmönnum sínum að engin brot hafi verið framið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem City fær á sig ásakanir um brot á fjárhagsreglum en knattspyrnusamband Evrópu rannsakaði meint brot félagsins á árunum 2012 til 2016 en City voru þá sakaðir um að hafa ýkt upphæðir sem þeir fengu í styrki frá styrktaraðilum. UEFA setti City þá í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en dómnum var snúið við af Alþjóðaíþróttadómstólnum (CAS). Ef enska úrvalsdeildin myndi refsa City fyrir þau mál sem eru til rannsóknar núna yrði ekki hægt að áfrýja til CAS. „Það sem ég get sagt er að ég er stoltur af eigendunum, stjórnarformanninum og því sambandi sem við eigum og tíma okkar saman. Ég hef treyst mikið á þá í fortíðinni.“ „Ef þeir vilja mig þá verð ég hér. Úrslitin hafa ekki verið góð, þau gætu hent mér út því þetta er bransi þar sem þú þarft að vinna. En ef þeir vilja mig þá mun ég ekki bregðast þeim og leikmennirnir ekki heldur. Ég vill sannfræna þá um að það sem við höfum gert, höfum við gert og þeir muni ekki taka það frá okkur.“ Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og fær þá tækifæri til að saxa á forskot Arsenal á toppi deildarinnar.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira