Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 14:45 Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Í einu tilvikinu þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira