Íslenski boltinn

Einn af efnilegustu fótboltamönnum í heimi árið 2019 samdi við Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luqman Hakim er mættur í snjóinn á Íslandi.
Luqman Hakim er mættur í snjóinn á Íslandi. Skjámynd/@njardvikfc

Njarðvíkingar tefla fram nýjum erlendum leikmanni í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar og þar á ferðinni leikmaður sem átti að ná langt í boltanum.

Luqman Hakim verður með Njarðvíkingum í sumar en hann kemur þangað á láni frá belgíska félaginu K.V. Kortrijk.

Hakim er tvítugur Malasíumaður sem spilar sem sóknarmaður og á að baki tvo landsleiki fyrir Malasíu auk fjölda leikja fyrir yngri landslið þjóðarinnar.

Þeir sem kannast við nafn Luqman gera það kannski af því að fyrir fjórum árum var hann á sextíu manna lista The Guardian yfir efnilegustu fótboltamenn heims.

Í framhaldi þess þá keypti belgíska félagið strákinn en hann hefur hingað til aðallega spilað með unglingaliði félagsins. Hakim á að baki tvo leiki í belgísku úrvalsdeildinni.

Luqman er nú þegar kominn til landsins og Njarðvíkingar kynntu hann með þessu myndbandi hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.