Erlent

Tala látinna hækkar stöðugt og 65 lönd senda björgunar­lið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Leitað var í alla nótt enda skiptir hver mínúta máli. 
Leitað var í alla nótt enda skiptir hver mínúta máli.  AP Photo/Khalil Hamra

Opinberar tölur eftir jarðskjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi í fyrrinótt eru nú komnar yfir 4.300 látna og tugþúsundir særðra.

Allar líkur er taldar á því að þessar tölur eigi eftir að hækka en björgunarstarf er enn í fullum gangi og mikið verk fyrir höndum.

Almannavarnir Tyrklands segja að 2600 björgunarliðar frá 65 löndum hafi verið sendir á vettvang til aðstoðar og nú þegar hafa 300 þúsund teppi og fjörutíu þúsund neyðartjöld verið afhent, en veðrið er slæmt á þeim slóðum þar sem skjálftinn reið yfir.

Þúsundir bygginga hrundu þegar skjálftarnir riðu yfir aðfararnótt mánudagsins þegar fólk var í fasta svefni en fyrsti skjálftinn var 7,8 stig að stærð. Nokkrum tímum síðar kom annar, litlu minni, eða 7,5 stig.

Og nú í nótt kom enn einn stór skjálfti, sá mædist 5,6 stig samkvæmt Evrópsku jarðfræðistofnuninni.


Tengdar fréttir

Hvert húsið hrundi á eftir öðru

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í kjölfar öflugra jarðskjálfta sem orðið hafa í Tyrklandi og Sýrlandi. Fjölmargir eru dánir en þeim mun líklegast fjölga mikið á næstu dögum. Skjálftarnir ollu gífurlegum skemmdum í báðum löndum.

Ham­farir á hörmungar ofan

Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×