Markahæsti leikmaður Liverpool eftir HM spilar í vörninni hjá Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Wout Faes er sá eini sem hefur skorað meira en tvö mörk fyrir Liverpool í sex deildarleikjum eftir HM og vandamálið er að hann spilar fyrir Leicester City. Getty/Visionhaus Liverpool liðið er óþekkjanlegt þessa dagana og fyrir vikið eru lærisveinar Jürgen Klopp dottnir niður í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins. Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Liverpool steinlá 3-0 á móti Úlfunum um helgina, liði sem var tólf stigum og átta sætum fyrir neðan þá fyrir leikinn. Fyrir vikið hefur Liverpool liðið nú aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum deildarleikjum sínum auk þess að detta út úr ensku bikarkeppninni þar sem liðið hafði titil að verja. Vörnin hefur náttúrulega verið til vandræða ekki síst eftir að Virgil van Dijk meiddist og miðjan er upphrópuð sem vandamál númer eitt. Það sem er kannski þó sorglegast við gengi Liverpool er að sóknarmenn liðsins eru alveg bitlausir líka. Þetta sést ekki síst á sláandi tölfræði sem Sky Sports tók saman og birti eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Liverpool liðið hefur nú spilað sex leiki frá því að enska úrvalsdeildin hófst á ný eftir hlé vegna heimsmeistarakeppninnar í Katar. Þetta byrjaði reyndar ágætlega með 3-1 sigri á Aston Villa og 2-1 sigri á Leicester en síðan er uppskeran aðeins eitt stig samtals og eitt mark samtals í fjórum síðustu deildarleikjum sem voru allt leikir á móti liðum í áttunda sæti eða neðar. Liverpool hefur skorað samtals sex mörk í leikjum sex eftir HM og enginn leikmaður liðsins hefur skorað fleiri en tvö mörk í þessum leikjum. Það gerði aftur á móti Wout Faes, varnarmaður Leicester City í leik Liverpool og Leicester á Anfield. Liverpool leikmennirnir skoruðu ekki í leiknum en unnu engu að síður 2-1 sigur á Leicester City þökk sé tveimur sjálfsmörkum Faes með sjö mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Þessi leikur var 30. desember síðastliðinn en síðan þá er Alex Oxlade-Chamberlain sá eini sem hefur fundið leiðina í mark mótherjanna. Frá því að Oxlade-Chamberlain minnkaði muninn í 2-1 í 3-1 tapi á móti Brentford þá hefur Liverpool ekki skorað deildarmark í 310 mínútur. 3-0 tap á móti Brighton, 0-0 jafntefli við Chelsea og loks 3-0 tap á móti Wolves um helgina. Þetta mark hjá Oxlade-Chamberlain er líka eina markið sem leikmenn sjálfir Liverpool hafa skorað í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira