Potter þvertekur fyrir ósætti við Aubameyang: „Pierre var bara óheppinn“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. febrúar 2023 11:01 Pierre Emerick-Aubameyang er ekki í Meistaradeildarhópi Chelsea en Potter býst þó ekki við vandræðum af hálfu Aubameyang. Vísir/Getty Graham Potter þjálfari Chelsea viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Pierre Emerick-Aubameyang eftir fyrir utan Meistaradeildarhóp Chelsea það sem eftir lifir tímabils. Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu. Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Gabonmaðurinn Pierre Emerick-Aubameyang hefði verið tekinn út úr Meistaradeildarhópi Chelsea svo hægt væri að búa til pláss fyrir einhvern þeirra fjölmargra leikmanna sem félagið keypti í janúarmánuði. Enzo Fernandez, Mykhailo Mudryk og Joao Felix fengu allir sæti í hópnum en Aubameyang og Benoit Badiashile, sem Chelsea keypti frá Monaco í janúar, eru utan hóps. Aðeins mátti tilkynna þrjá nýja leikmenn í hópinn en Chelsea keypti átta leikmenn í janúarglugganum. Chelsea gerði jafntefli við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær en þar var Aubameyang ekki í leikmannahópi Chelsea. Kom það af stað sögum um ósætti milli hans og Graham Potter þjálfara en Potter þvertekur fyrir að sú sé raunin. „Ég held að þetta verði ekki erfitt því Pierre er atvinnumaður,“ sagði Potter þegar hann var spurður hvort staðan gagnvart Aubameyang væri vandræðaleg fyrir hann. „Hann gerði ekkert rangt, Pierre er bara óheppinn. Hann mun berjast fyrir sínu sæti það sem eftir lifir tímabilsins.“ Potter segir að ákvörðunin hafi verið hans og stundum þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. „Ég hef ekkert á móti honum. Þetta er erfitt, ég finn til með honum og skil vonbrigði hans en ég ber ábyrgð á því að taka þessi erfiðu samtöl og útskýra mínar ákvarðanir eins vel og ég get.“ Aubameyang hefur ekki byrjað deildarleik hjá Chelsea síðan gegn Arsenal þann 6.nóvember. Hann gekk til liðs við Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu.
Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira