Pizzabakari reyndist eftirlýstur mafíósi Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:39 Edgardo Greco var orðinn pizzabakari í Frakklandi. Lögreglan í Cosenza Ítalski mafíósinn Edgardo Greco var nýlega handtekinn í frönsku borginni Saint-Étienne eftir sautján ár á flótta. Greco hafði breytt um nafn og starfaði sem pizzabakari í borginni. Greco hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tvo bræður árið 1991. Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu. Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira
Greco var hluti af 'Ndrangheta-mafíunni sem starfaði á Calabria-svæðinu í suðurhluta Ítalíu. Mafían er í dag ein sú áhrifamesta á Ítalíu og er einnig með starfsemi um nánast alla Evrópu og í Suður-Ameríku. Árið 1991 var 'Ndrangheta-mafían í stríði við aðra mafíu. Þá myrti Greco bræður úr hinni mafíunni en lík þeirra fundust aldrei. Talið er að þau hafi verið leyst upp í sýru. Þá hefur Greco einnig verið sakaður um að hafa reynt að myrða annan mann í heimabæ sínum árið eftir. Það var árið 2006 sem dómari gaf út handtökutilskipun á hendur Greco. Þá flúði hann land og var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að koma fyrir dóm. Átta árum síðar, árið 2014, dúkkaði hann upp í frönsku borginni Saint-Étienne. Þar hóf hann störf sem pizzabakari á ítölskum veitingastað og kallaði sig Paolo Dimitrio. Hann hafði verið svo lengi í burtu að árið 2021 birtist hann í dagblaði í bænum þar sem hann ræddi eldamennsku sína. Í viðtalinu sagðist hann vera fæddur Ítali en innst inni væri hann frá Saint-Étienne. Þegar viðtalið birtist var hins vegar saksóknarinn Nicola Gratteri á hælum Greco. Hann hafði rakið ferðir hans og fundið Greco í borginni. Frönsk yfirvöld fóru þá að fylgjast með honum þar til Gratteri og hans teymi gat staðfest að þetta væri í raun og veru Greco. Hann var því handtekinn og fluttur aftur til Ítalíu þar sem hann mun dvelja í fangelsi restina af ævi sinni. Þetta er í annað sinn á árinu sem ítalskur mafíósi er handtekinn eftir fjölda ára á flótta. Um miðjan janúar var Matteo Messina Denaro handtekinn eftir þrjátíu ára fangelsi en hann hafði þó ekki flúið land líkt og Greco heldur dvaldi hann enn nálægt heimabæ sínum á Sikiley. Denaro og Greco eru ekki hluti af sömu mafíu.
Ítalía Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sjá meira
„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. 17. janúar 2023 19:41