„Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2023 19:41 Lögreglan flutti Denaro með herflugvél í fangelsi á vesturströnd Ítalíu þar sem hann dvelur nú. Carabinieri/Getty Mafíósinn Matteo Messina Denaro var handtekinn á Sikiley í gærmorgun eftir að hafa verið í þrjátíu ár á flótta frá lögreglunni á Ítalíu. Líkt og gera má sér grein fyrir var það hægara sagt en gert að handsama kauða en alvarleg veikindi hans voru það sem komu lögreglu á rétta slóð. Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Denaro hafði verið á flótta frá árinu 1993 en í fjarveru hans var hann dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tugi morða, meðal annars fyrir að hafa kyrkt mann og leyst líkið upp í sýru. Þá hefur hann verið sakaður um aðild að tveimur sprengjuárásum þar sem æskuvinirnir og saksóknararnir Giovanni Falcone og Paolo Borsellino létust. BBC fjallar í dag um það hvernig það tókst að handsama hann. Lögreglan leitaði markvisst að honum öll árin þrjátíu og reif smátt saman niður þann múr sem Denaro hafði byggt í kringum sig á tíma sínum í mafíunni. Með hverri handtökunni komust lögreglumenn nær og nær og varð staða Denaro verri og verri. Lögreglan hafði þó litlar upplýsingar um útlit Denaro, einungis lélega tölvumynd og stuttar klippur af rödd hans. Í gegnum árin fékk lögreglan ábendingar um að hann hafði sést um allan heim, meðal annars í Venesúela. Hann hafði þó ekki farið svo langt, heldur fannst hann á eyjunni sinni, Sikiley. Þóttist heita sama nafni og sonur annars mafíósa Lögreglan hleraði heimili ættingja Denaro og heyrðu þá að oft var rætt um krabbamein og krabbameinsmeðferð en aldrei neitt sagt um hver væri með krabbamein. Lögreglu var því ljóst að það hlaut að vera Denaro sjálfur og að hann hafi ráðlagt fólki að nefna sig ekki á nafn ef lögreglan skyldi vera að hlera. Því var hægt að leita að sjúklingum, fæddum árið 1962, sem höfðu verið í krabbameinsmeðferð á Sikiley. Lögreglan taldi fimm þeirra getað mögulega verið Denaro en það var dulnefnið sem hann notaði sem kom að einhverju leiti upp um hann. Hann notaði nafnið Andrea Bonafede, nafn frænda mafíósans Leonardo Bonafede. Lögreglu tókst að staðfesta að Andrea Bonafede væri ekki staddur á Sikiley. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá aðgerðum lögreglunnar í gær og þegar Denaro var fluttur í fangelsið. Klippa: Denaro handtekinn og fluttur í fangelsi Hinn allra rólegasti Denaro hafði átt bókaðan tíma í meðferð á klíník á mánudagsmorgun og lögreglan dreif sig í aðgerðir. Rúmlega hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og gekk einn af þeim upp að honum er Denaro var á leið úr klíníkinni í átt að kaffihúsi. Lögreglumaðurinn spurði Denaro hvert nafn hans væri og hann svaraði rólega: „Þú veist hver ég er. Ég er Matteo Messina Denaro.“ Hann var því næst handtekinn og fluttur í fangelsi nærri borginni Abruzzo við vesturströnd Ítalíu. Hann reyndi aldrei að flýja og þótti afar kurteis á meðan verið var að flytja hann. Denaro lifið ansi hæglátu lífi þegar hann var handtekinn. Hann hafði búið í húsi einungis átta kílómetrum frá fæðingarstað sínum og heilsaði nágrönnum sínum á morgnana. Engin vopn fundust á heimilinu en þó var eitthvað um dýrar vörur, svo sem rakspýra, húsgögn og föt.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila