Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 19:40 Marin og Kristersson sögðu ekki koma til greina að Finnar gengju í NATO og skildu Svía eftir fyrir utan bandalagið. Atila Altuntas/Getty Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, sagði á dögunum að Tyrkir myndu mögulega leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að bandalaginu án þess að samþykkja umsókn Svía á sama tíma. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknir utanaðkomandi ríkja að bandalaginu til að þær nái fram að ganga. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki NATO sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda, sem hann sjálfur vísaði til sem „hryðjuverkamanna“. Svíþjóð sé ekki vandræðabarn Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag sögðu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, það vera af og frá að Finnar færu inn í bandalagið á undan Svíum. „Ég kann ekki við að litið sé á Svíþjóð sem eitthvað vandræðabarn í þessu samhengi. Sú er ekki raunin,“ sagði Marin og bætti við að Svíþjóð uppfyllti öll þau skilyrði sem þyrfti til að ganga í bandalagið. „Við hófum þessa vegferð í átt að aðild saman og munum halda henni áfram,“ sagði Kristersson á fundinum. NATO Svíþjóð Finnland Tyrkland Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, sagði á dögunum að Tyrkir myndu mögulega leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að bandalaginu án þess að samþykkja umsókn Svía á sama tíma. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknir utanaðkomandi ríkja að bandalaginu til að þær nái fram að ganga. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki NATO sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda, sem hann sjálfur vísaði til sem „hryðjuverkamanna“. Svíþjóð sé ekki vandræðabarn Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag sögðu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, það vera af og frá að Finnar færu inn í bandalagið á undan Svíum. „Ég kann ekki við að litið sé á Svíþjóð sem eitthvað vandræðabarn í þessu samhengi. Sú er ekki raunin,“ sagði Marin og bætti við að Svíþjóð uppfyllti öll þau skilyrði sem þyrfti til að ganga í bandalagið. „Við hófum þessa vegferð í átt að aðild saman og munum halda henni áfram,“ sagði Kristersson á fundinum.
NATO Svíþjóð Finnland Tyrkland Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04
Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14