Íslenski boltinn

Blikar lentu í gini úlfsins - sjáðu mörkin í skellinum á móti FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson, fyrirliði FH, lyftir Þungavigtarbikarnum í gær.
Eggert Gunnþór Jónsson, fyrirliði FH, lyftir Þungavigtarbikarnum í gær. Aðsend

FH vann fyrsta titil knattspyrnuársins 2023 þegar liðið tryggði sér Þungavigtarbikarinn í gær. FH-ingar gerðu það með stæl eða með því að vinna 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á þeirra eigin heimavelli.

Úlfur Ágúst Björnsson skoraði tvö fyrstu mörk FH í leiknum og komu þau bæði í fyrri hálfleik. Í bæði skiptin slapp Úlfur í gegn eftir góða sendingu, þá fyrri fékk hann frá Vuk Oskari Dimitrijevic en þá seinni frá Oliver Heiðarssyni.

FH-liðið skoraði hin tvö mörkin sín eftir að þeir lentu manni fleiri en hinn sautján ára gamli Ásgeir Helgi Orrason fékk að líta rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleik.

Eftir það lagði Oliver upp mark fyrir Steven Lennon og lokamark FH skoraði síðan Máni Austmann Hilmarsson.

Blikar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu með markatölunni 9-2 en fengu þarna slæman skell.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hjá FH og rauða spjaldið.

Klippa: Mörk FH-inga í stórsigrinum á Íslandsmeisturum BlikaFleiri fréttir

Sjá meira


×