Mossad beitti sjálfsprengidrónum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2023 10:29 Skjáskot af myndbandi sem sýnir sprengingu í Isfahan í Íran um helgina. Ísraelar gerðu um helgina drónaárás á skotmörk í borginni Isfahan í Íran. Árásin er sögð hafa verið framkvæmd af leyniþjónustu Ísraels og hafa mögulega beinst gegn eldflaugaframleiðslu Írans. Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021. Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021.
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira