„Hraðakstur er dauðans alvara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 19:31 Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57