Ofbeldi gegn mótmælendum örvæntingarfull tilraun til að halda völdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 18:31 Mótmælin vegna dauða Möhsu Amini hafa verið hörð og staðið yfir í á fimmta mánuð. Mótmælendur hafa verið beittir mikilli hörku. Getty/Chris McGrath Fjórir hafa verið teknir af lífi fyrir að taka þátt í mótmælum í Íran. Mótmælin eru meðal þeirra verstu sem brotist hafa út síðan klerkaveldið var stofnað fyrir rúmum fjörutíu árum. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist afleiðingar mótmælanna. Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“ Íran Mannréttindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira
Áratugir eru síðan ástandið var svona eldfimt í Persaflóaríkinu og mótmælendur hafa kallað eftir því að klerkaveldið verði afnumið, en það var stofnað eftir íslömsku byltinguna árið 1979. Mótmælin hófust í haust eftir að hin tuttugu og tveggj ára gamla Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. hún var handtekin fyrir að hafa ekki slæðu, skylduklæðnað íranskra kvenna, nógu þétt bundna á höfðinu. Lögreglumenn eru sakaðir um að hafa myrt hana. Margar íranskar konur hafa síðan tekið niður slæðuna í mótmælaskini, Möhsu til stuðnings, þrátt fyrir hættuna sem því fylgir. Sleppa slæðunni til að sýna föllnum virðingu Konur sem norska fréttastofan TV2 ræddi við í byrjun mánaðar í Tehran, höfuðborg Íran, vildu hvorki sýna andlit sitt né láta nafns síns getið. Margar þeirra, sem hafa lagt slæðuna á hilluna, segja tíma þvingaðs slæðuburðar liðinn. „Ein ástæða þess [að ég ber ekki slæðu] er að allir menn ættu að fá að vera frjálsir. Önnur ástæða er að sýna hinum föllnu virðingu,“ sagði ein kvennanna sem TV2 ræddi við 3. janúar síðastliðinn. Mótmælin hafa nú staðið yfir í á fimmta mánuð og virðist ekki ætla að linna. Mannréttindasamtök hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna framgöngu lögreglu. „Hún hefur notað skotvopn af stuttu færi, misbeitt táragasi, barið fólk með lögreglukylfum harkalega. Hundruðir manna, barna og kvenna hafa særst og tugir látist í mótmælum,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International. Anna segir aðstæður handtekinna mótmælenda hræðilegar.Aðsend Örvæntingarfull tilraun til að halda í völdin Hinn tvítugi Mohammad Mehdi Karami landsliðsmaður í karate og fertugi leikfimiþjálfarinn Sayyed Mohammad Hosseini voru fyrstir til vera teknir af lífi fyrir þátttöku í mótmælunum eftir fljótafgreidd réttarhöld. Síðan hafa hinir tuttugu og tveggja ára gömlu Mohsen Shekari og Majidreza Rahnavard verið aflífaðir. Allir voru þeir sakfelldir fyrir að heyja stríð gegn Guði. „The hands of foreigners were obvious (behind the protests). What America did and various European countries did (was obvious),“ sagði Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, í ávarpi á dögunum. Sama hvort mótmælin séu vestrænum ríkjum að kenna eða ekki hafa þau, vegna mannréttindabrota stjórnvalda, lagt viðskiptaþvinganir á írönsk stjórnvöld, enn meiri en þegar voru á, og því mikil togstreita milli Írans og vestrænna ríkja. Spjótum hefur til að mynda verið beint að Írönum með tengsl til Evrópu. Ali Reza Akbari, sem eitt sinn var meðal hæst settu embættismannanna í varnarmálaráðuneyti Íran, var handtekinn en hann á rætur að rekja til Bretlands. Tveimur vikum eftir handtökuna var hann tekinn af lífi, grunaður um njósnir og landráð. Anna segir augljóst að írönsk stjórnvöld hræðist mótmælendur. „Þessi örvæntingarfulla tilraun yfirvalda í Íran að halda í valdið og völdin sín. Þau beita dauðarefsingunni og hafa dæmt fólk til dauða á grundvelli falskra ákæra. Þetta er ótti sem þau eru að reyna að skapa meðal almennings með það að augnamiði að fólk hætti að þora að mótmæla og láta í sér heyra.“
Íran Mannréttindi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Sjá meira