Hótanirnar berast með faxtækjum, sem enn eru víða notuð í landinu og aldrei hefur neinn sprengjubúnaður fundist. Símanúmerið sem maðurinn notar er skráð í Tókíó en annars er lítið vitað um hver þarna stendur að baki.
Málið hefur vakið mikla athygli í Japan þar sem slíkar hótanir eru sjaldgæfar og glæpir fáir. Fyrstu hótanirnar bárust síðastliðinn mánudag og herma sumar heimildir að maðurinn heimti lausnargjald fyrir að láta af háttarlaginu.
Auk sprengjuhótana hafa einnig borist hótanir um að ráðist verði á skólabörn og kennara með heimasmíðuðu vopni en í öllum tilfellum er um sama símanúmer að ræða.