Erlent

Skólar rýmdir í Japan vegna sprengjuhótana

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil leit er nú gerð að þeim sem hefur sent hótanirnar.
Mikil leit er nú gerð að þeim sem hefur sent hótanirnar. Koichi Kamoshida/Getty Images

Lögregla í Japan leitar nú að manni sem hefur sent fjölmargar sprengjuhótanir til skóla víðsvegar um landið en hótanirnar hafa leitt til þess að rýma hefur þurft hundruð skólabygginga.

Hótanirnar berast með faxtækjum, sem enn eru víða notuð í landinu og aldrei hefur neinn sprengjubúnaður fundist. Símanúmerið sem maðurinn notar er skráð í Tókíó en annars er lítið vitað um hver þarna stendur að baki.

Málið hefur vakið mikla athygli í Japan þar sem slíkar hótanir eru sjaldgæfar og glæpir fáir. Fyrstu hótanirnar bárust síðastliðinn mánudag og herma sumar heimildir að maðurinn heimti lausnargjald fyrir að láta af háttarlaginu.

Auk sprengjuhótana hafa einnig borist hótanir um að ráðist verði á skólabörn og kennara með heimasmíðuðu vopni en í öllum tilfellum er um sama símanúmer að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×