Veður

Enn ein lægðin eys úr­komu úr sér sunnan- og vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Staðan á hádegi í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar.
Staðan á hádegi í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan

Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið er fyrir norðan og austan.

Á vef Veðurstofunnar segir að í staðinn verði mun hvassara norðantil í sunnanáttinni. Seinnipartinn verði vindur suðvestlægari og úrkoman skúrakenndari. Reikna megi með að hitinn verði þá víða á bilinu fimm til tíu stig.

„Í kvöld fer svo kólnandi og færast þá skúrinar yfir í slydduél eða él.

Á morgun er útlit fyrir hvassa suðvestan- og vestanátt með éljum og er ansi líklega að það slái í storm nokkuð víða. Yfirleitt verður vindur hægari og líklega alveg þurrt um landið austanvert. Víða vægt frost in til landsins en yfirleitt frostlaust við ströndina.“

Gular viðvaranir eru í gildi á norðvestan- og norðanverðu landinu, sem og á hálendinu, vegna hvassviðris eða storms. Eru viðvaranirnar flestar í gildi fram á kvöld eða nótt.

Gular viðvaranir eru í gildi, sumar fram á nótt.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él, en þurrt austanlands. Heldur hægari um kvöldið. Hiti víða um eða undir frostmarki, en upp í 4 stig með suðurströndinni.

Á laugardag: Suðlæg átt 10-18 m/s með slyddu eða snjókomu í fyrstu, en síðar talsverð rigning sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Snýst í norðlæga átt 5-13 m/s með éljum fyrir norðan, en styttir upp syðra. Hiti um og undir frostmarki.

Á mánudag: Vaxandi suðlæg átt og snjókoma í fyrstu, en talsverð rigning eða slydda sunnan- og vestantil síðdegis. Snjókoma með köflum norðaustanlands um kvöldið, en skúrir eða él suðvestantil. Fremur milt.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og él um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið annars staðar. Víða vægt frost.

Á miðvikudag: Snýst líklega í norðlæga átt með éljum fyrir norðan. Kólnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×