Upp úr sauð í búningsklefa Everton eftir tap fyrir Southampton um þarsíðustu helgi og Doucoure ásamt öðrum leikmönnum reifst við Lampard.
Doucoure var ekki í leikmannahópi Everton í leiknum gegn West Ham United um síðustu helgi. Og raunar hefur hann æft einn frá uppákomunni eftir leikinn gegn Southampton.
Samningur Doucoures við Everton rennur út eftir tímabilið og allar líkur eru á því að hann yfirgefi félagið þá á frjálsri sölu. Hann kom til Everton frá Watford fyrir 22 milljónir punda í september 2020.
Lampard situr í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni og svo gæti farið að hann verði ekki við stjórnvölinn þegar Everton tekur á móti toppliði Arsenal um næstu helgi.