Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 06:34 Meintur árásarmaður hét Huu Can Tran og var 72 ára. AP Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Maðurinn sem um ræðir hét Huu Can Tran og var 72 ára. Hann virðist hafa notast við skotvopn til að svipta sig lífi, að því er fram kom í máli Robert Luna, lögreglustjórans í Los Angeles, í gær. Árásin var gerð á sama tíma og verið var að halda upp á áramót samkvæmt kínverska dagatalinu í Monterey Park. Stórt hlutfall íbúa á svæðinu eru af kínverskum uppruna. Lögregla vinnur nú að því að reyna að komast að tilefni árásarinnar. Auk þeirra tíu sem létust í árásinni særðust tíu til viðbótar og eru sjö þeirra enn á sjúkrahúsi. Ástand sumra er enn sagt alvarlegt. Luna segir að enn sé verið að bera kennsl á einhverja þeirra sem létust en að svo virðist sem að þau hafi verið á sextugs- og sjötugsaldri og mögulega einhverjir enn eldri. Lögregla hafði áður greint frá því að í hópi látinna hafi verið fimm karlar og fimm konur og að þau hafi öll verið af asískum uppruna. Árásarmaðurinn fannst í sendiferðabíl í Torrence, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park.EPA Í frétt BBC segir að fjöldamorðið, sem sé eitt það mannskæðasta í sögu Kaliforníu, hafi hafist klukkan 22:22 að staðartíma á laugardagskvöld í hinu vinsæla Star Ballroom dansstúdíói í Monterey Park, rúmum tíu kílómetrum austur af Los Angeles. Maðurinn hafi svo flúið af vettvangi og verið mættur í annað dansstúdíó í bænum Alhambra um hálftíma síðar. Þar hafi fólki tekist að ná hálfsjálfvirkum riffli úr höndum hans, en árásarmanninum tekist að flýja af vettvangi. Hófst þá umfangsmikil leit lögreglu að manninum og um tólf tímum síðar fannst maðurinn í sendiferðabíl á bílastæði í bænum Torrance, um fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum í Monterey Park. Umsátursástand hafi myndast en lögregla svo heyrt skothljóð út bílnum þegar lögreglumenn nálguðust bílinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04