Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2023 22:50 Bjarndýr á Grænlandi með hræ í fjörunni. Getty/MB Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. Fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2 en hún beindist að hvítabjörnum á tiltölulega íslitlu svæði milli Prins Kristjánssunds við suðurodda Grænlands og bæjarins Tasiilaq og voru þeir bornir saman við birni sem lifa norðar með austurströnd Grænlands. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science á nýliðnu ári. Hvítabjarnastofninn lifir á afmörkuðu svæði á Suðaustur-Grænlandi, á svæði sem er sunnar en Ísland. Punktarnir og línurnar tákna staðsetningar og hreyfingar samkvæmt gps-sendum á bjarndýrum.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kristin L. Laidre, sjávarlíffræðingur við Heimskautastofnun Washington-háskóla í Seattle, fór fyrir rannsókninni sem tuttugu vísindamenn frá fjölda háskóla og vísindastofnana stóðu að í samstarfi við Auðlindastofnun Grænlands. Vísindamennirnir segja hvítabirni eina helstu táknmynd hugsanlegra fórnarlamba loftslagsbreytinga. Þeir þurfi hafís til að veiða seli, mikilvægustu fæðutegundina, og því muni minnkandi hafís mjög líklega hafa mikil áhrif á lífsskilyrði þeirra. Hvítabjörn á sundi á Ikateq-firði skammt frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Bærinn var áður þekktur sem Ammassalik. Flugvöllur bæjarins er Kulusuk.Getty/Westend61 Laidre og samstarfsmenn hennar segja að í fyrsta sinn hafi tekist að lýsa sérstökum undirstofni hvítabjarna sem sé erfðafræðilega frábrugðnari nítján öðrum stofnun hvítabjarna og sé minna háður hafís. Þarna séu um tvöhundruð dýr sem lifi á svæði sem afmarkað sé af bröttum fjöllum Grænlands og úthafinu. Ólíkt öðrum hvítabjörnum, sem ferðist langar leiðir í fæðuleit, haldi þessir birnir sig við sitt heimasvæði. „Við vildum rannsaka þetta svæði vegna þess að vissum ekki mikið um hvítabirni á Suðaustur-Grænlandi. Við áttum hins vegar alls ekki von á því að finna þarna nýjan undirstofn,“ segir Kristin Laidre í viðtali á vefsíðu Washington-háskóla en hún vill skilgreina hann sem tuttugasta undirstofn hvítabjarna. „Við vissum að það væru birnir þarna út frá sögulegum heimildum og vitneskju frumbyggja. Við vissum bara ekki hversu sérstakir þeir eru.“ Frá Prins Kristjánssundi við syðsta odda Grænlands, Hvarf.Getty/Lars Ruecker Til þessa hefur almennt verið talið að hvítabirnir þoli vart meira en eitthundrað daga tímabil án hafíss. Eftir það fari hungrið að sverfa að þegar þeir geti ekki veitt hina fituríku seli. Birnirnir þarna hafa hins vegar aðlagað sig lífi í fjörðum sem eru lausir við hafís stóran hluta ársins, við aðstæður með óstöðugu veðri, hlýindum og með hafís að jafnaði aðeins fáa mánuði ársins, frá febrúar og fram í maí. Segja vísindamennirnir að við veiðar nýti þeir sér meðal annars ferskvatnsís sem brotni af jökulsporðum í fjarðabotnum en taka fram að meiri rannsóknir þurfi á lífsháttum þeirra. Vísindamennirnir söfnuðu gögnum um bjarndýrin á Suðaustur-Grænlandi um sjö ára skeið. Til samanburðar höfðu þeir gögn um birni norðar á austurströndinni sem safnað var á þrjátíu ára tímabili.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þeir kalla eftir sérstakri verndun þessa undirstofns enda geti hann veitt innsýn í það hvernig hvítabirnir geti lifað af loftslagsbreytingar. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir einn rannsakenda, Erik W. Born, að þessi litli suðaustur-grænlenski stofn hafi einhver gen sem þyrfti að varðveita til framtíðar. Þau gen gætu skipt miklu máli fyrir afkomu allra hvítabjarnastofna. Þarna sé hópur dýra sem erfðafræðilega og hegðunarlega hafi lagað sig að hlýrra loftslagi með minni hafís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04 Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2 en hún beindist að hvítabjörnum á tiltölulega íslitlu svæði milli Prins Kristjánssunds við suðurodda Grænlands og bæjarins Tasiilaq og voru þeir bornir saman við birni sem lifa norðar með austurströnd Grænlands. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science á nýliðnu ári. Hvítabjarnastofninn lifir á afmörkuðu svæði á Suðaustur-Grænlandi, á svæði sem er sunnar en Ísland. Punktarnir og línurnar tákna staðsetningar og hreyfingar samkvæmt gps-sendum á bjarndýrum.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kristin L. Laidre, sjávarlíffræðingur við Heimskautastofnun Washington-háskóla í Seattle, fór fyrir rannsókninni sem tuttugu vísindamenn frá fjölda háskóla og vísindastofnana stóðu að í samstarfi við Auðlindastofnun Grænlands. Vísindamennirnir segja hvítabirni eina helstu táknmynd hugsanlegra fórnarlamba loftslagsbreytinga. Þeir þurfi hafís til að veiða seli, mikilvægustu fæðutegundina, og því muni minnkandi hafís mjög líklega hafa mikil áhrif á lífsskilyrði þeirra. Hvítabjörn á sundi á Ikateq-firði skammt frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Bærinn var áður þekktur sem Ammassalik. Flugvöllur bæjarins er Kulusuk.Getty/Westend61 Laidre og samstarfsmenn hennar segja að í fyrsta sinn hafi tekist að lýsa sérstökum undirstofni hvítabjarna sem sé erfðafræðilega frábrugðnari nítján öðrum stofnun hvítabjarna og sé minna háður hafís. Þarna séu um tvöhundruð dýr sem lifi á svæði sem afmarkað sé af bröttum fjöllum Grænlands og úthafinu. Ólíkt öðrum hvítabjörnum, sem ferðist langar leiðir í fæðuleit, haldi þessir birnir sig við sitt heimasvæði. „Við vildum rannsaka þetta svæði vegna þess að vissum ekki mikið um hvítabirni á Suðaustur-Grænlandi. Við áttum hins vegar alls ekki von á því að finna þarna nýjan undirstofn,“ segir Kristin Laidre í viðtali á vefsíðu Washington-háskóla en hún vill skilgreina hann sem tuttugasta undirstofn hvítabjarna. „Við vissum að það væru birnir þarna út frá sögulegum heimildum og vitneskju frumbyggja. Við vissum bara ekki hversu sérstakir þeir eru.“ Frá Prins Kristjánssundi við syðsta odda Grænlands, Hvarf.Getty/Lars Ruecker Til þessa hefur almennt verið talið að hvítabirnir þoli vart meira en eitthundrað daga tímabil án hafíss. Eftir það fari hungrið að sverfa að þegar þeir geti ekki veitt hina fituríku seli. Birnirnir þarna hafa hins vegar aðlagað sig lífi í fjörðum sem eru lausir við hafís stóran hluta ársins, við aðstæður með óstöðugu veðri, hlýindum og með hafís að jafnaði aðeins fáa mánuði ársins, frá febrúar og fram í maí. Segja vísindamennirnir að við veiðar nýti þeir sér meðal annars ferskvatnsís sem brotni af jökulsporðum í fjarðabotnum en taka fram að meiri rannsóknir þurfi á lífsháttum þeirra. Vísindamennirnir söfnuðu gögnum um bjarndýrin á Suðaustur-Grænlandi um sjö ára skeið. Til samanburðar höfðu þeir gögn um birni norðar á austurströndinni sem safnað var á þrjátíu ára tímabili.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þeir kalla eftir sérstakri verndun þessa undirstofns enda geti hann veitt innsýn í það hvernig hvítabirnir geti lifað af loftslagsbreytingar. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir einn rannsakenda, Erik W. Born, að þessi litli suðaustur-grænlenski stofn hafi einhver gen sem þyrfti að varðveita til framtíðar. Þau gen gætu skipt miklu máli fyrir afkomu allra hvítabjarnastofna. Þarna sé hópur dýra sem erfðafræðilega og hegðunarlega hafi lagað sig að hlýrra loftslagi með minni hafís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04 Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04
Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00
Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45