Íslenski boltinn

Guy Smit lánaður til Eyja og má spila á móti Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guy Smit í leik með Val í fyrrasumar.
Guy Smit í leik með Val í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét

Hollenski markvörðurinn Guy Smit spilar með ÍBV í Bestu deild karla í sumar.

Valsmenn hafa lánað Smit til Eyja og leyfa honum líka að spila á móti Hlíðarendafélaginu í sumar.

Guy er 26 ára gamall Hollendingur sem lék með Val á síðustu leiktíð en Leikni Reykjavík tímabilin tvö þar áður.

Smit átti frábært tímabil með Leikni sumarið 2021 en missti sæti sitt í Valsliðinu í fyrrasumar.

Athygli vekur að Smit hefur leikheimild með ÍBV í leikjum gegn Val á komandi tímabili þrátt fyrir að vera á láni þaðan.

„Smit hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í marki Reykjavíkurliðanna á síðustu árum. 2016 var hann fenginn til reynslu hjá Arsenal er liðið var í markvarðakrísu,“ segir í frétt á miðlum ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×