Íslenski boltinn

Önnur Cloé Lacasse á leiðinni í ÍBV?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Holly O'Neill á að skora mörkin fyrir Eyjaliðið í Bestu deild kvenna í sumar.
Holly O'Neill á að skora mörkin fyrir Eyjaliðið í Bestu deild kvenna í sumar. Instagram/@ibv.fc

Kvennalið ÍBV hefur gert samning við kanadíska framherjann Holly O'Neill sem mun spila með Eyjaliðinu í Bestu deildinni í sumar.

Holly kemur til ÍBV frá heimalandinu sínu þar sem hún hefur leikið með Electric City FC. Á 2022 tímabilinu skoraði hún níu mörk í átján leikjum. Hún lék í 1322 mínútur og skoraði því á 147 mínútna fresti.

Holly sem er 24 ára lék í háskólaboltanum í Kanada og var hún þá í Memorial University.

Holly mun örugglega vera borin saman við besta innflutning ÍBV frá Kanada sem er auðvitað knattspyrnukonan Cloé Lacasse.

Cloé Lacasse spilaði í fimm ár með ÍBV, skoraði 73 mörk í 113 keppnisleikjum og varð bikarmeistari með félaginu sumarið 2017.

Hún fékk íslenskt ríkisfang en samdi svo við portúgalska félagið Benfica þar sem hún spilar enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×