Erlent

Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að koma í veg fyrir frekari fólksfækkun í landinu. 
Stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að koma í veg fyrir frekari fólksfækkun í landinu.  AP Photo/Andy Wong

Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári.

Þetta sýna nýjar tölur kínversku hagstofunnar sem Guardian fjallar um. Nú er því hafið tímabil í Kína þar sem þjóðinni mun fækka heilmikið samkvæmt spám þótt yfirvöld geri nú allt til að snúa þeirri þróun við.

Síðustu ár hafa ráðamenn í Kína reynt að fá Kínverja til að eignast fleiri börn, eftir áralanga stefnu þar sem aðeins eitt barn var heimilað á hverja fjölskyldu. Nú er fólki boðið upp á skattaafslátt og niðurgreiðslur eignist það fleiri en eitt barn og í sumum héröðum er hreinlega um beinar peningagreiðslur að ræða.

Forstjóri kínversku hagstofunnar segir þó að ekki þurfi að örvænta strax, fjöldi vinnubærra manna í Kína sé enn meiri en eftirspurnin, enn sem komið er í það minnsta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×