Vísindamenn vilja að framleiðendur greiði fyrir kolefnisbindingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2023 10:49 Carbfix á Íslandi er meðal þeirra 35 fyrirtækja sem stunda rannsóknir á kolefnisbindingu. Carbfix/Gunnar Freyr Hópur vísindamanna hefur lagt til að framleiðendur jarðefnaeldsneyta verði skikkaðir til að „taka til baka“ það koldíoxíð sem losnar við notkun framleiðsluvara þeirra og gera þá þannig ábyrga fyrir þeirri mengun sem þeir valda. Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“ Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þetta telja vísindamennirnir mögulega gætu orðið til þess að heimsbyggðin næði 100 prósent kolefnisjöfnun árið 2050. Myles Allen, prófessor við University of Oxford, er einn höfunda skýrslu sem birtist í dag í tímaritinu Environmental Research Letters. Hann segir að tæknin til að fanga og geyma koldíoxíð neðanjarðar sé í stöðugri framþróun en það sem hafi skort sé stefnumótun um nýtingu tækninnar. Umrædd tækni er sú sama og fyrirtæki á borð við Carbfix hafa verið að rannsaka og nýta og felst meðal annars í því að dæla koldíoxíðinu niður í jörðina þar sem það binst við berglög. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni eru 35 slík verkefni í gangi í heiminum. Tillaga vísindamannanna gengur út á að fyrirtækjum sem framleiða jarðefnaeldsneyti yrði gert að greiða fyrir kolefnisbindingu eða -förgun þeirrar mengunar sem verður til vegna framleiðsluvara þeirra. Olíufyrirtæki myndi þannig greiða kostnaðinn við að binda það koldíoxíð sem fellur til við brennslu olíunnar sem það selur, svo dæmi sé tekið. Ólíkt koldíóxíð skatti yrði þetta til þess að tryggja kolefnisjöfnun. Vísindamennirnir segja tæknina nokkuð dýra í dag en að hún muni líklega verða mun ódýrari á næstu áratugum. Þá benda þeir á að ef menn hyggjast ætla að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu þá sé nauðsynlegt að horfa til þess að fanga koldíoxíð úr andrúmsloftinu, til viðbótar við að draga úr losun og hraða þróun endurnýtanlegra orkugjafa. Hugh Helferty, einn höfunda skýrslunnar sem áður starfaði hjá ExxonMobil, segir að einhver þurfi að bera kostnaðinn af því að ná 1,5 gráðu markinu. „Hver á að borga? Á það að vera skattgreiðandinn eða framleiðandinn, eða framleiðandinn og neytandinn?“ spyr hann. „Það er vit í því að framleiðandinn og notandinn borgi, frekar en skattgreiðandinn. Þá er hvatinn til að draga úr losun á réttum stað.“
Bretland Umhverfismál Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira