Veður

Norð­austan­átt og kólnandi veður næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Eftir helgi er útlit fyrir norðlæga átt.
Eftir helgi er útlit fyrir norðlæga átt. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustanátt næstu daga með éljum fyrir norðan en bjart með köflum sunnanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að það dragi hægt úr ofankomu seint á morgun og að hiti fari lækkandi. Í dag verði hiti um frostmark en það verði þrjú til tíu stiga frost annað kvöld.

„Austanátt og dálítil él á víð og dreif eru í kortunum fram til laugardags, þá snýst í norðanátt með éljum norðanlands og bjart sunnan heiða. Áfram kólnandi veður, frost víða 10 til 20 stig, aðeins mildara rétt við sjóinn.

Eftir helgi er útlit fyrir norðlæga átt. Þurrt og yfirleitt bjart sunnantil en él fyrir norðan og austan. Hægt minnkandi frost,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 1 til 9 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-13 og bjart með köflum, en sums staðar lítilsháttar él, einkum við norður- og austurströndina. Frost víða 4 til 14 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Norðlæg átt 3-10. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en svolítil él um landið norðaustanvert. Áfram kalt í veðri.

Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með snjókomu fyrir norðan og austan en bjart að mestu suðvestantil. Frost um allt land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×